Þáttaröðin Systrabönd er tilnefnd til Nordisk Film og TV Fond handritsverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst í lok janúar. Þáttaröðin keppir þar um besta handrit í flokki dramasjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar er í 32 mynda forvali til Evrópsku kvikmyndaverðaunanna. Þetta var tilkynnt í dag. Önnur mynd sem Íslendingar koma að, Between Heaven and Earth, er einnig í forvalinu.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd fyrir Íslands hönd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu að þessu sinni á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 27. október næstkomandi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík.
Davíð Roach Gunnarsson hjá Menningarvef RÚV tekur saman tölulegar staðreyndir um Eddutilnefningarnar og vekur meðal annars athygli á áberandi hlut kvenna í ár.
Kristín Júlla Kristjánsdóttir förðunarmeistari hefur verið tilnefnd til Robert verðlaunanna, verðlaunaafhendingu Dönsku kvikmyndaakademíunnar, fyrir besta gervi/förðun í hinni dönsku/íslensku kvikmynd Goðheimar eftir Fenar Ahmad.
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur verið tilnefnd til Guldbaggen verðlauna sænsku kvikmyndaakademíunnar fyrir búninga ársins í kvikmyndinni Eld & lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein.
Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur vart tekið við Golden Globe verðlaunum fyrir tónlistina í Joker þegar hún er tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir sama verk. Þá er hún einnig tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir Chernobyl en þau verða afhent síðar í janúar. Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar á mánudag en þar er hún á stuttlista fyrir Joker.
Nanna Kristín Magnúsdóttir er tilnefnd fyrir hönd Íslands til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna (Nordic Film & TV Fond Prize) fyrir verk sitt Pabbahelgar.
Stuttlistar tilnefninga til Óskarsverðlauna hafa verið opinberaðir og á stuttlista fyrir bestu tónlist er meðal annars að finna skor Hildar Guðnadóttur fyrir kvikmyndina Joker. Þá er Fríðu Aradóttur og Hebu Þórisdóttur einnig að finna á stuttlista fyrir hár og förðun, sú fyrrnefnda fyrir Little Women og sú síðarnefnda fyrir Once Upon a Time... in Hollywood, en báðar hafa starfað í bandarískum kvikmyndaiðnaði um árabil.
Stuttmyndin Kanarí eftir Erlend Sveinsson hlaut á dögunum tilnefningu sem besta dramamynd ársins á streymisveitunni Vimeo. Myndin hlaut Vimeo Staff Pick verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Aspen og hefur verið aðgengileg á Vimeo síðan í apríl, með yfir 120 þúsund spilanir.
Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin fara fram í Berlín dagana 23. - 24. febrúar 2020. Þar hefur tónlist Gyðu Valtýsdóttur við kvikmyndina Undir halastjörnu eftir Ara Alexander Ergis Magnússon verið valin sem framlag Íslands til Hörpu verðlaunanna, sem eru árlega veitt einu tónskáldi af Norðurlöndunum.
Ingvar E. Sigurðsson er tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason. Þetta var kunngjört í gær.
Þáttaröðin Flateyjargátan, sem framleidd er af Reykjavík Films og Sagafilm, er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa fyrir besta leikna sjónvarpsefnið.