Guðmundur Arnar Guðmundsson veigrar sér ekki við að taka á viðkvæmum málum í nýrri kvikmynd sinni, Berdreymi. Hann fer vítt um völl í viðtali við Björk Eiðsdóttur hjá Fréttablaðinu og ræðir meðal annars um skólakerfi sem þrengi að skapandi hugsun, innsæi, andleg málefni og eitraða karlmennsku.
Þorvaldur S. Helgason segir í Fréttablaðinu að Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar sé einstaklega áhrifarík mynd sem mun án efa vekja athygli bæði innan sem utan landsteinanna.
"Vel unnið og vandað raunsæisdrama um þöggun, áföll og úrvinnslu, og skartar gölluðum kvenpersónum sem er alltaf ánægjulegt," segir Nína Richter meðal annars í Fréttablaðinu um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur.
"Heldur dampi í hasar og djóki þannig að þversagnakenndar tilraunir með íróníu týnast í dekkjareyk og kúlnahríð," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.
Dýrið er stórundarleg og stórmerkileg lítil en samt svo stór kvikmynd sem stendur auðveldlega undir allri jákvæðu athyglinni með því að brenna sig svo seigfljótandi hægt inn í vitund áhorfandans að hann meðtekur möglunarlaust öll þau undur og stórmerki sem Valdimar og Sjón töfra fram, segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu.
"Magnað útlit og sterkur leikhópur ramma áhugaverða sögu svo vel inn að smávægilegir hnökrar hverfa sársaukalítið undir öskulagið," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þáttaröðina Kötlu.
"Alveg ágætis gamanmynd sem rennur út í heldur ódýrar lausnir," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Saumaklúbbinn eftir Göggu Jónsdóttur.
"Vekur trega og gleði á víxl í einföldu en um leið margræðu listaverki sem er eitthvað annað og miklu meira en heimildarmynd í nokkrum hefðbundnum skilningi," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Hálfan álf eftir Jón Bjarka Magnússon.
"Snæfríður Ingvarsdóttir ber uppi margbrotið og ljóðrænt listaverk Kristínar Jóhannesdóttur, sem eins og endranær gerir miklar kröfur til áhorfenda sem líklega uppskera mest með því að reyna að skynja Ölmu frekar en skilja," skrifar Þórarinn Þórarinsson í fréttablaðið um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur.
"Öflugar leikkonur fara á kostum í sérlega bitastæðum hlutverkum í þáttaröðinni Systrabönd sem kallar á hámhorf þar sem forvitni um afdrif persóna vegur þyngra en undirliggjandi spennan í kringum glæpinn sem keyrir atburðarásina áfram," skrifar Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðið.
"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmtileg mynd sem gerir út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.
"Ráðherrann er svolítið reikull og rótlaus þar sem góð grunnhugmynd að fallegri pólitískri fantasíu líður fyrir hnökra í handriti, teygðan lopa og hæga framvindu en allt steinliggur þetta í mögnuðum endasprettinum þegar geðveikin tekur öll völd," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu í umsögn sinni um þáttaröðina Ráðherrann.
"Virkilega vel gerðir, notalegir og skemmtilegir þættir þar sem harmur og grín vega hárfínt salt þannig að útkoman er eiginlega bara ógeðslega krúttleg," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þættina Jarðarförin mín í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar.
Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson segjast hafa mætt ákveðnum efasemdum þegar þeir kynntu efni kvikmyndar sinnar, Síðustu veiðiferðarinnar, enda fjalli hún um miðaldra karlmenn í krísu. Þetta og margt annað ræða þeir í viðtali við Fréttablaðið.
"Sigur Hildar Guðnadóttur er sérkafli í afþreyingarmenningarsögunni og Parasite boðar jafnvel hvorki meira né minna en fall Hollywood og heimsmyndar brjáluðu Jókeranna," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir nýliðin Óskarsverðlaun við Ásgeir H. Ingólfsson og Hrönn Sveinsdóttur.
"Spennulausir og klisjukenndir spennuþættir sem valda margþættum vonbrigðum og vekja miklu frekar furðu en áhuga á persónum og leikendum," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um glæpaseríuna Brot sem nú er sýnd á RÚV.