"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmtileg mynd sem gerir út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.
"Ráðherrann er svolítið reikull og rótlaus þar sem góð grunnhugmynd að fallegri pólitískri fantasíu líður fyrir hnökra í handriti, teygðan lopa og hæga framvindu en allt steinliggur þetta í mögnuðum endasprettinum þegar geðveikin tekur öll völd," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu í umsögn sinni um þáttaröðina Ráðherrann.
"Virkilega vel gerðir, notalegir og skemmtilegir þættir þar sem harmur og grín vega hárfínt salt þannig að útkoman er eiginlega bara ógeðslega krúttleg," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þættina Jarðarförin mín í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar.
Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson segjast hafa mætt ákveðnum efasemdum þegar þeir kynntu efni kvikmyndar sinnar, Síðustu veiðiferðarinnar, enda fjalli hún um miðaldra karlmenn í krísu. Þetta og margt annað ræða þeir í viðtali við Fréttablaðið.
"Sigur Hildar Guðnadóttur er sérkafli í afþreyingarmenningarsögunni og Parasite boðar jafnvel hvorki meira né minna en fall Hollywood og heimsmyndar brjáluðu Jókeranna," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir nýliðin Óskarsverðlaun við Ásgeir H. Ingólfsson og Hrönn Sveinsdóttur.
"Spennulausir og klisjukenndir spennuþættir sem valda margþættum vonbrigðum og vekja miklu frekar furðu en áhuga á persónum og leikendum," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um glæpaseríuna Brot sem nú er sýnd á RÚV.
"Ádeilutónn Gullregns hljómar jafn skýrt tæpum áratug eftir að það sló í gegn í Borgarleikhúsinu," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um kvikmynd Ragnars Bragasonar.
Þórarinn Þórarinsson súmmerar upp hlutskipti íslenska kvikmyndagagnrýnandans ansi skemmtilega í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gerir upp íslenska bíóárið.
"Rúnar Rúnarsson gefur fullkominn skít í hefðbundinn frásagnarhátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu í 4 stjörnu dómi um Bergmál.
Þórarinn Þórarinsson skrifar um þáttaröðina Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur í Fréttablaðið, en fimmti þáttur af sex verður sýndur á RÚV í kvöld. Hann eys Nönnu Kristínu "lofi fyrir ótrúlega vel heppnaða útfærslu á bráðsnjallri hugmynd sem hefði samt verið svo auðvelt að klúðra."
"Ofboðslega góð kvikmynd. Einföld og látlaus en samt svo yfirþyrmandi víðfeðm og djúp að mann skortir eiginlega orð," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í fimm stjörnu dómi í Fréttablaðinu um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur.
"Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Héraðið Gríms Hákonarsonar og gefur henni fjórar stjörnur.
"Heillandi, áhugaverð, undarlega notaleg og róandi bíóupplifun," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um heimildamyndina Kaf eftir Hönnu Björk Valsdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Elínu Hansdóttur.
"Stemningsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar.
"Tryggð er falleg, fantavel leikin en átakanleg bíómynd sem á brýnt erindi við íslenskan samtíma og okkur öll," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu.
"Fantavel leikin og í grunninn vel gerð bíómynd um brýnt efni sem verður langdregin vegna þess að höfundarnir gera hana af alúð og virðingu og liggur meira á hjarta en formið þolir," segir Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu um Lof mér að falla Baldvins Z.