Daglegt færslusafn: Nov 3, 2014

Greining | 2014 verður eitt besta ár aðsóknarlega fyrir íslenskar myndir

Líkt og Klapptré sagði frá í sumar stefnir allt í að þetta ár verði eitt besta ár hvað aðsókn varðar á íslenskar kvikmyndir síðan formlegar mælingar hófust 1996. Nú þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu hafa rúmlega 123.000 manns séð þær átta kvikmyndir sem boðið hefur verið uppá þetta árið og nokkrar þeirra eiga töluvert inni.

Ný heimildamynd Markels, „Trend Beacons“, frumsýnd á CPH:DOX – stikla hér

Heimildamyndin Trend Beacons eftir þá Markelsbræður Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson, verður frumsýnd á CPH:DOX hátíðinni sem hefst í Kaupmannahöfn þann 6. nóvember. Stefnt er að frumsýningu á Íslandi í mars á næsta ári.

Heimildamyndin „Svartihnjúkur“ í hópfjármögnun á Karolina Fund

Heimildamyndin Svartihnjúkur-stríðssaga úr Eyrarsveit, segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrðar og hrikaleik heimstyrjaldarinnar síðari. Á heimasíðu Karolina Fund  fer nú fram hópfjármögnun vegna verkefnisins.

Greining | Risa opnunarhelgi á fjórðu Sveppamyndinni

Fjórða Sveppamyndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, fékk alls 11.425 manns á opnunarhelginni og 12.225 séu forsýningar meðtaldar. Þetta er stærsta opnunarhelgi alla Sveppamyndanna fram að þessu og fjórða stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar frá því mælingar hófust 1996. Myndin trónir í efsta sætinu, en Grafir og bein eru í því þriðja með alls 2.128 gesti að forsýningum meðtöldum (1.418 um opnunarhelgina).