Óskar Þór Axelsson gerir “Ég man þig”

Óskar Þór Axelsson hefur fengið 90 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð til að gera spennumyndina Ég man þig eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón Sighvatsson og Zik Zak kvikmyndir framleiða.
Posted On 17 Mar 2015

“Austur”, kvikmynd Jóns Atla Jónassonar, væntanleg 17. apríl

Kvikmyndin Austur eftir Jón Atla Jónasson er væntanleg í kvikmyndahús þann 17. apríl næstkomandi. Þetta er fyrsta bíómynd Jóns Atla sem kunnur er fyrir handritsskrif.
Posted On 17 Mar 2015

“Ártún” fær spænsk verðlaun

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til aðalverðlauna FEC Festival – European Short Film Festival sem fór fram 6. – 15. mars í Reus á Spáni. Verðlaunaféð hljóðar upp á 3500 evrur og eru þetta þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur síðan hún var frumsýnd á RIFF í október á síðasta ári.
Posted On 17 Mar 2015