Dagana 16. - 19. apríl verða fjórtán norrænar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Fest í Rómarborg. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Vonarstræti eftir Baldvin Z. Finnska gamanmyndin Nöldurseggurinn, sem er íslensk minnihlutaframleiðsla, verður einnig sýnd ásamt sænsku kvikmyndinni Gentlemen, sem skartar Sverri Guðnasyni í viðamiklu aukahlutverki.
Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).
Hross í oss, sem farið hefur sigurgöngu um heimsbyggðina á árinu, er á lista breska kvikmyndaritsins Empire yfir 50 bestu myndir ársins. Myndin hlaut einróma lof í Bretlandi þegar hún var sýnd þar á fyrri hluta ársins.
Sölufyrirtækið Film Sharks International hefur selt Hross í oss til Ástralíu og Nýja Sjálands, Þýskalands (sjónvarpsstöðvarinnar NDR), Austurríkis, Argentínu og Uruguay, auk Ítalíu á American Film Market (AFM) sem nú stendur yfir i Los Angeles.
Benedikt Erlingsson notaði tækifærið þegar hann tók á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi fyrir Hross í oss og sendi íslenskum stjórnvöldum og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra beiska pillu, en Illugi var viðstaddur.
Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var rétt í þessu að hljóta Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en verðlaunaafhendingin stendur yfir þessa stundina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, en jafnframt eru þetta 25. verðlaunin sem myndin hlýtur.
Benedikt Erlingsson hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir mynd sína Hross í oss á Eurasia International Film Festival sem fram fór í Almaty í Khazakstan 15.-20. september.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar.
Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 50 myndir sem keppa munu um tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tvær íslenskar myndir, Hross í oss og Vonarstræti, eru í hópnum.