Dagana 16. - 19. apríl verða fjórtán norrænar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Fest í Rómarborg. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Vonarstræti eftir Baldvin Z. Finnska gamanmyndin Nöldurseggurinn, sem er íslensk minnihlutaframleiðsla, verður einnig sýnd ásamt sænsku kvikmyndinni Gentlemen, sem skartar Sverri Guðnasyni í viðamiklu aukahlutverki.
Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).
Hross í oss, sem farið hefur sigurgöngu um heimsbyggðina á árinu, er á lista breska kvikmyndaritsins Empire yfir 50 bestu myndir ársins. Myndin hlaut einróma lof í Bretlandi þegar hún var sýnd þar á fyrri hluta ársins.
Sölufyrirtækið Film Sharks International hefur selt Hross í oss til Ástralíu og Nýja Sjálands, Þýskalands (sjónvarpsstöðvarinnar NDR), Austurríkis, Argentínu og Uruguay, auk Ítalíu á American Film Market (AFM) sem nú stendur yfir i Los Angeles.
Benedikt Erlingsson notaði tækifærið þegar hann tók á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi fyrir Hross í oss og sendi íslenskum stjórnvöldum og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra beiska pillu, en Illugi var viðstaddur.
Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var rétt í þessu að hljóta Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en verðlaunaafhendingin stendur yfir þessa stundina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, en jafnframt eru þetta 25. verðlaunin sem myndin hlýtur.
Benedikt Erlingsson hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir mynd sína Hross í oss á Eurasia International Film Festival sem fram fór í Almaty í Khazakstan 15.-20. september.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar.
Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 50 myndir sem keppa munu um tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tvær íslenskar myndir, Hross í oss og Vonarstræti, eru í hópnum.
Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Breskir gagnrýnendur taka Hross í oss fagnandi, en sýningar á henni hefjast í London og víðar í Bretlandi í dag. The Guardian, Daily Telegraph og Financial Times gefa öll myndinni fjórar stjörnur.
Vonarstræti situr enn á toppi aðsóknarlistans þriðju sýningarhelgina og hefur þannig slegið út þrjár Hollywood stórmyndir í röð; Godzilla, X-Men: Days of Future Past og Edge of Tomorrow. Nú að lokinni þriðju sýningarhelgi hafa alls 28.030 manns séð myndina en alls sáu hana 11.157 manns síðastliðna viku, þar af 3.611 um helgina.
Ekkert lát er á aðsókn á Vonarstræti, en að lokinni annarri sýningarhelgi hafa tæplega 20.000 manns séð myndina. Hún situr áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.
Bandaríska dreifingarfyrirtækið Music Box mun dreifa kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss á bandarískum markaði. Þetta kemur fram í Variety, en gengið var frá samningum í Cannes.
Hross í oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. Myndin hefur því hlotið alls 21 verðlaun hingað til, þar af sex Eddur.
IndieWire fjallar bæði um myndina sjálfa og lýsir einni sýningunni en þar sátu leikstjórinn Benedikt Erlingsson og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson fyrir svörum ásamt Roman Estrada sem leikur í myndinni.
Hross í oss tekur þátt í hinni árlegu hátíð Film Society of Lincoln Center og MoMA, New Directors/New Films, sem hefst í dag og stendur til 30. mars. A. O. Scott gagnrýnandi The New York Times fjallar um myndina.
"Það er unun að sjá nánd milli manna og dýra lýst eins meistaralega og raun ber vitni í þessari kvikmynd," segir Mikael Godö, gagnrýnandi hins norska Dagbladet í umsögn sinni um Hross í oss.
Sýningar á Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson hefjast í dag í norskum kvikmyndahúsum. Aftonbladet segir myndina brokkgenga, sérviskulega sjarmasprengju með fullt af svörtum húmor og óvæntum fléttum og gefur henni fjórar stjörnur af sex mögulegum.
Myndin fellur um tvö sæti og er nú í því fjórða. Hross í oss tók smákipp um helgina og ekki ólíklegt að það haldi áfram í kjölfar Edduverðlauna myndarinnar.
Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir klippingu, hljóð og tónlist.
Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.
Í aðdraganda afhendingar Edduverðlauna tekur Kjarninn viðtal við tvo kvikmyndagerðarmenn sem tilnefnir eru til verðlaunanna í fyrsta sinn; klipparann Davíð Alexander Corno sem fær tilnefningu fyrir klippingu á Hross í oss og Þór Ómar Jónsson sem tilnefndur er sem leikstjóri ársins fyrir frumraun sína Falskur fugl.
Gautaborgarhátíðinni lýkur í dag en þar hefur íslenskum kvikmyndum verið gert hátt undir höfði. Verðlaunaafhending fór fram í gær og hlaut Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson áhorfendaverðlaun hátíðarinnar sem og verðlaun FIPRESCI, alþjóðasamtaka gagnrýnenda. Myndin hefur því hlotið alls 13 verðlaun hingað til.
Jörundur Rafn Arnarson hjá myndbrellufyrirtækinu Reykjavík IO hefur sent frá sér stutta mynd þar sem farið er í gegnum gerð myndbrellna fyrir Hross í oss Benedikts Erlingssonar. Alls voru 112 myndbrellur í myndinni, en sjón er sögu ríkari.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.