“Hross í oss” og “Vonarstræti” á Norrænni kvikmyndahátíð í Róm

Dagana 16. - 19. apríl verða fjórtán norrænar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Fest í Rómarborg. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Vonarstræti eftir Baldvin Z. Finnska gamanmyndin Nöldurseggurinn, sem er íslensk minnihlutaframleiðsla, verður einnig sýnd ásamt sænsku kvikmyndinni Gentlemen, sem skartar Sverri Guðnasyni í viðamiklu aukahlutverki.
Posted On 15 Apr 2015

“Hross í oss” og “Málmhaus” í sýningum í New York

Málmhaus Ragnars Bragasonar og Hross í oss Benedikts Erlingssonar verða báðar sýndar í New York í mánuðinum.
Posted On 12 Mar 2015

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).
Posted On 05 Jan 2015

“Hross í oss” meðal 50 bestu mynda ársins að mati Empire

Hross í oss, sem farið hefur sigurgöngu um heimsbyggðina á árinu, er á lista breska kvikmyndaritsins Empire yfir 50 bestu myndir ársins. Myndin hlaut einróma lof í Bretlandi þegar hún var sýnd þar á fyrri hluta ársins.
Posted On 05 Dec 2014

Fleiri lönd kaupa “Hross í oss”

Sölufyrirtækið Film Sharks International hefur selt Hross í oss til Ástralíu og Nýja Sjálands, Þýskalands (sjónvarpsstöðvarinnar NDR), Austurríkis, Argentínu og Uruguay, auk Ítalíu á American Film Market (AFM) sem nú stendur yfir i Los Angeles.
Posted On 09 Nov 2014

Benedikt Erlingsson vandaði ráðherra ekki kveðjurnar

Benedikt Erlingsson notaði tækifærið þegar hann tók á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi fyrir Hross í oss og sendi íslenskum stjórnvöldum og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra beiska pillu, en Illugi var viðstaddur.
Posted On 30 Oct 2014

“Hross í oss” hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var rétt í þessu að hljóta Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en verðlaunaafhendingin stendur yfir þessa stundina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, en jafnframt eru þetta 25. verðlaunin sem myndin hlýtur.
Posted On 29 Oct 2014

Hver vinnur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs?

Valur Gunnarsson hjá DV fer yfir þær myndir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðauna Norðurlandaráðs í ár og spáir í spilin.
Posted On 12 Oct 2014

Greining | “Afinn” heldur sínu striki

Afinn í öðru sæti eftir helgina með yfir sjö þúsund gesti frá upphafi.
Posted On 06 Oct 2014

Greining | “Afinn” á toppi aðsóknarlistans með yfir 3.000 gesti

Afinn á toppnum eftir helgina með yfir 3.000 gesti, París nálgast tugþúsundið, aðsókn á Vonarstræti eykst.
Posted On 29 Sep 2014

“Hross í oss” fær leikstjóraverðlaun í Khazakstan

Benedikt Erlingsson hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir mynd sína Hross í oss á Eurasia International Film Festival sem fram fór í Almaty í Khazakstan 15.-20. september.
Posted On 23 Sep 2014

Greining | “París norðursins” með tæpa 8.500 gesti eftir þriðju sýningarhelgi

París norðursinsí 3. sæti og komin með tæpa 8.500 gesti, Vonarstræti eykur lítillega við sig.
Posted On 22 Sep 2014

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: tilnefndar myndir sýndar í Háskólabíói 18.-21. september

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar.
Posted On 17 Sep 2014

“Hross í oss” og “Vonarstræti” í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 50 myndir sem keppa munu um tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tvær íslenskar myndir, Hross í oss og Vonarstræti, eru í hópnum.
Posted On 16 Sep 2014

Benedikt vill bara peninginn

„Ég þarf ekki fleiri verðlaun, ég vil bara fá fleiri áhorf­end­ur,“ seg­ir Bene­dikt Erl­ings­son, leik­stjóri Hross í oss í viðtali við Morgunblaðið.
Posted On 06 Sep 2014

“Hross í oss” tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir Íslands hönd.
Posted On 03 Sep 2014

Greining | “Vonarstræti” áfram á góðu róli

Samtals hefur myndin fengið 43.351 gesti frá því sýningar hófust.
Posted On 21 Jul 2014

Greining | “Vonarstræti” klífur fimmta tugþúsundið

Samtals hefur myndin fengið 42.328 gesti frá því sýningar hófust.
Posted On 15 Jul 2014

Greining | Aðsókn eykst á “Vonarstræti” milli sýningarhelga

Samtals hefur myndin fengið 41.154 gesti frá því sýningar hófust.
Posted On 08 Jul 2014

Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Posted On 30 Jun 2014

Greining | “Vonarstræti” sleikir 40.000 gesta markið

Í fjórða sætinu á aðsóknarlistanum eftir helgina.
Posted On 30 Jun 2014

“Hross í oss” verðlaunuð í Brussel

Hlaut aðalverðlaun Brussels Film Festival, verðlaunafé nemur rúmlega einni og hálfri milljón króna.
Posted On 17 Jun 2014