
Lífsleikni Gillz fellur um tvö sæti og er nú í 4. sæti aðsóknarlista SMÁÍS, en myndina hafa nú sótt alls 10.899 manns.
Hross í oss, sem hlaut sex Eddur á nýafstaðinni Edduverðlaunahátíð – þar á meðal fyrir kvikmynd ársins, tók nokkurn kipp um helgina. Myndin gengur enn í Bíó Paradís og hefur nú alls fengið til sín 14.287 gesti eftir 21 viku í sýningum.
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
3 | Lífsleikni Gillz | 945 | 10.899 |
21 | Hross í oss | 61 | 14.287 |