Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndaráð og sérstök hæfnisnefnd koma að ferlinu en endanleg ákvörðun er í höndum ráðherra. Klapptré fór yfir ferlið með Skúla Eggert Þórðarsyni ráðuneytisstjóra Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
María Sólrún Sigurðardóttir leikstjóri, handritshöfundur og fyrrum ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands birtir grein þar sem hún veltir vöngum yfir því hvort stefnubreytingar sé að vænta í áherslum Kvikmyndamiðstöðvar.
Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.
Alls bárust 15 umsóknir um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur rann út þann 12. desember síðastliðinn. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 18. febrúar 2023.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að stefnt sé að því að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs um 250 milljónir króna.
Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur birt grein á Vísi þar sem hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð Kvikmyndamiðstöðvar Íslands varðandi meðferð umsókna og ýmislegt annað.
Kvikmyndamiðstöð Íslands blæs til ráðstefnu dagana 27.-28. október þar sem margrómaðir fræðimenn, framleiðendur og þróunarstjórar beggja vegna Atlantsála veita leiðsögn og innsýn í þróun og framleiðslu barnaefnis.
Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent.
Dagana 7.-9. desember fer fram námskeið í Reykjavík um sjálfbærni í kvikmyndagerð. Green Film og Torino Film Lab standa fyrir námskeiðinu, í samstarfi við Creative Europe, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og Film in Iceland.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segir í viðtali við fréttastofu RÚV að hún sé að skoða hvernig sé hægt að tryggja að innlend kvikmyndaverkefni sem þegar eru komin af stað stöðvist ekki.
Ingibjörg Reynisdóttir leikari og rithöfundur með meiru hefur sent frá sér langa grein þar sem hún lýsir samskiptum sínum við Kvikmyndasjóð undanfarin áratug.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.
Hvernig þriðjungs niðurskurður Kvikmyndasjóðs er áframhaldandi vöxtur íslenskrar kvikmyndagerðar og sérstakar ívilnanir til erlendra stórverkefna er glæsilegur sigur íslenskrar menningar.
Rætt var við Hilmar Sigurðsson og Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðendur í Lestinni á Rás 1 um stöðuna í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi eftir þriðjungs niðurskurð Kvikmyndasjóðs. „Ég bara held að þetta séu mistök hrein og klár,“ segir Hilmar.
Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm bregst við fréttatilkynnningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar á Fésbókarsíðu sinni og tekur fast til orða.
Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ræddi við fréttastofu RÚV í kvöldfréttum útvarps um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndamiðstöðvar.
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar frá fyrra ári. Þá virðist ekki gert ráð fyrir mikilli aukningu í endurgreiðslum á næsta ári.
Menningarmálaráðuneytið hefur lagt drög að breytingum á kvikmyndalögum og reglugerð um Kvikmyndasjóð í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem óskað er eftir umsögnum.
Frá og með 1. júní 2022 hækkar viðmiðunarfjárhæð handritsstyrkja. Um er að ræða hækkun sem ætlað er að koma til móts við verðlagsþróun frá síðustu breytingu á styrkfjárhæðum.
Kvikmyndamiðstöð Íslands undirbýr opnun streymisveitu til að bæta aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi og hefur kallað eftir tillögum að nafni streymisveitunnar.
Útgáfu bókarinnar Iceland on Screen eftir Wendy Mitchell, verður fagnað í Bíó Paradís, föstudaginn 25. mars klukkan 15.00, með dagskrá um tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við Nordic Film and TV News um aukningu í opinberri fjárfestingu til kvikmyndagerðar sem og aukin umsvif stofnunarinnar í samræmi við nýja kvikmyndastefnu.
Breytingatillögur snúast meðal annars um að skilgreindur hagnaður af kvikmynd eða sjónvarpsverki verði endurgreiddur, samanber Kvikmyndastefnu til 2030.
Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Eva Maria Daniels, Helga Brekkan og Ottó Geir Borg hafa verið ráðin sem kvikmyndaráðgjafar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og hafa þegar hafið störf.
Margar umsagnir hafa borist í samráðsgátt stjórnvalda varðandi drög að uppfærðri reglugerð um Kvikmyndasjóð, en frestur til að senda inn umsögn rennur út í dag, mánudag.
Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir starf kvikmyndaráðgjafa og starf sérfræðings í miðlun og stafrænni þróun. Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2021.
Drög að nýrri reglugerð um Kvikmyndasjóð hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér þau áður en frestur til umsagnar rennur út þann 13. desember næstkomandi.
Í pallborði á THIS Series sjónvarpshátíðinni í Árósum ræddu forstöðumenn norrænu kvikmyndastofnananna um kvikmyndir og sjónvarp á streymisöld og þörfina á skjótari og ítarlegri breytingum.
Í Kvikmyndastefnu til ársins 2030 er gert ráð fyrir að unnið verði að stofnun streymisveitu með íslensku myndefni. Undirbúningsvinna slíkrar streymisveitu er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands og mun starfsfólk þess sinna þessari vinnu, en einnig hefur Ásgrímur Sverrisson verið ráðinn tímabundið til verkefnisins.
Gert er ráð fyrir 35% hækkun til Kvikmyndasjóðs í nýju fjárlagafrumvarpi og 88% hækkun til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar. Þetta tengist innleiðingu nýrrar kvikmyndastefnu sem verður kynnt fljótlega.
Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur fjölgað ráðgjöfum með ráðningu leikstjóranna Grétu Ólafsdóttur og Guðnýjar Halldórsdóttur í störf kvikmyndaráðgjafa. Þá hefur Martin Schlüter einnig verið ráðinn til starfa sem framleiðandi hjá KMÍ.
Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Stærsta styrkinn hlýtur bíómyndin Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, 35 milljónir króna.
Alls bárust 67 umsóknir til sérstaks átaksverkefnis Kvikmyndasjóðs vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og alls var sótt um 904.098.288 kr. Umsóknarfresti lauk 10. maí, en gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið fyrir 1. júní.
Vegna afleiðinga farsóttarinnar hafa stjórnvöld kynnnt aðgerðir til stuðnings listum og fela þær meðal annars í sér viðbótarframlag til Kvikmyndasjóðs uppá 120 milljónir, auk þess sem þeir framleiðendur sem þegar hafa fengið vilyrði um endurgreiðslu geta fengið hluta hennar fyrirfram. Von er á nánari útfærslu aðgerða á morgun.
Alþingi og stjórnvöld ljúka síðasta legg Samkomulagsins 2016-2019 með því að skera niður hækkun þessa árs um rétt tæpar tíu milljónir króna. Ekki reyndist vilji fyrir sérstöku viðbótarframlagi uppá 250 milljónir króna á tímabilinu þrátt fyrir viljayfirlýsingu þar um í samkomulaginu.
Róbert Ingi Douglas leikstjóri og handritshöfundur hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Á sama tíma var gengið frá ráðningu Önnu Maríu Karlsdóttur framleiðanda, sem hefur starfað sem kvikmyndaráðgjafi hjá KMÍ í tímabundinni stöðu frá því í júní á þessu ári. Þá hefur Svava Lóa Stefánsdóttir verið ráðin í starf skrifstofumanns og hóf störf í október.