Um 70 Íslendingar og 50 útlendingar auk 30 erlendra leikara vinna við verkefnið, en vonir standa til að gerðar verði nokkrar þáttaraðir. Tökur verða víðar um Austurland en kostnaður nálgast milljarð króna.
Sýningar á raunveruleikaþáttaröðinni The Biggest Loser Ísland hófust s.l. fimmtudag á Skjá einum. Þættirnir ganga útá að aðstoða keppendur við að breyta lífi sínu til frambúðar.
„Þetta leggst afskaplega vel í mig og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þessa skemmtilegu áskorun. Það eru ótal möguleikar í Ríkisútvarpinu og framtíðin er björt,“ segir verðandi útvarpsstjóri.
Kvikmyndir.is ræða við Jahmil X. T. Qubeka, leikstjóra kvikmyndarinnar Of Good Report, sem nú er sýnd í Bíó Paradís og hlaut meðal annars samframleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði.
Bíó Paradís opnar sérstaka VOD rás á Leigunni hjá Vodafone 28. janúar. Boðið verður upp á dagskrá áhugaverðra kvikmynda frá öllum heimshornum sem koma til með að auka framboð kvikmynda á íslenskum leigumarkaði.