Trickshot hefur keypt hluta af rekstri og tækjum RGB ehf. og hafa samningar þess eðlis verið undirritaðir af hálfu fyrirtækjanna og Pegasus ehf., sem var meirihlutaeigandi RGB. Trickshot er eitt af helstu eftirvinnslufyrirtækjum hér á landi á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis.
Lisa Nesselson skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar í Screen, en myndin var frumsýnd á Cannes hátíðinni í gær. Hún segir hana meðal annars sjónrænt grípandi og áhrifamikla.