Daglegt færslusafn: Oct 9, 2014

Plakat „Blóðbergs“ afhjúpað

Vesturport, framleiðandi kvikmyndarinnar Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar, hefur sent frá sér plakat myndarinnar sem sýnd verður á næsta ári.

Gagnrýni | Afinn

"Kvikmyndagerðinni í Afanum er best lýst sem viðunandi. Það er ekkert sem sker sig úr við hana, hvorki á slæman né góðan hátt. Þessi mynd er gerð af mönnum sem vita hvað þeir eru að gera en um leið vantar allan karakter og stíl og fyrir vikið er myndin óttalega þurr og bragðlítil," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Björn Þórir Sigurðsson ráðinn yfir innlenda framleiðslu RVK Studios

Framleiðandinn Björn Þórir Sigurðsson (Bússi) hefur verið ráðinn til RVK Studios. Hann mun hafa umsjón með innlendri framleiðslu fyrirtækisins. Í framleiðslu hjá RVK Studios á innlendum vettvangi er m.a. önnur þáttaröðin af Ísland Got Talent fyrir Stöð2 og önnur þáttaröð Hulla, Leitin að Billy Elliot og Ófærð fyrir RÚV.