Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni á IDFA sem fer fram í Amsterdam um þessar mundir. Þetta er fyrsta íslenska heimildarmyndin sem vinnur til verðlauna í aðalkeppni á hátíðinni, sem er sú stærsta og virtasta á sínu sviði.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson í Morgunblaðið og segir hana vel gerða og þétta með fjölbreyttum og áhugaverðum persónum. Hún gefur myndinni fjórar stjörnur.