Ríkisendurskoðun sendi á dögunum frá sér úttekt á endurgreiðslukerfi kvikmynda, en úttektin var gerð vegna ábendingar um hugsanlega misnotkun. Það er þó ekki niðurstaða skýrslunnar. SÍK hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið.
Rúnar Rúnarsson var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmynd sína Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni sem fram fór á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinar sem verður frumsýnd á Íslandi þann 20. nóovember.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta norræna kvikmyndin á Nordic International Film Festival í New York sem fram fór á dögunum. Myndin er einnig meðal þeirra fimm mynda sem hvað helst koma til greina við Óskarstilnefningu að sögn blaðamanns Hollywood Reporter.
Listaháskóli Íslands býður til samtals um kvikmyndanám á háskólastigi þriðjudaginn 5. nóvember kl. 14 í húsakynnum LHÍ í Laugarnesi. Stefnumótið er liður í undirbúningi að stofnun kvikmyndadeildar við Listaháskólann og er þróað í samtali við hagaðila. Unnið er í samráði við fagvettvanginn í kvikmyndagerð og menntun.