spot_img

“Hvítur, hvítur dagur” verðlaunuð í Bandaríkjunum, sögð eiga góða möguleika á Óskarstilnefningu

Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir í Hvítum, hvítum degi.

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta norræna kvikmyndin á Nordic International Film Festival í New York sem fram fór á dögunum. Myndin er einnig meðal þeirra fimm mynda sem hvað helst koma til greina við Óskarstilnefningu að sögn blaðamanns Hollywood Reporter.

Scott Feinberg hjá The Hollywood Reporter gaf út Óskarstilnefningaspá sína á dögunum og í flokknum Besta alþjóðlega kvikmyndin er Hvítur, hvítur dagur meðal þeirra sem líklegastar þykja til að hljóta tilnefningu (frontrunners). Myndin er þar í fríðum flokki ásamt Parasite eftir Bong Joon-ho, Pain and Glory eftir Pedro Almodóvar, Les Miserables frá Frakklandi og Tel Aviv on Fire frá Luxemborg.  Alls keppa 93 kvikmyndir frá öllum heimshornum um tilnefningu en þann 16. desember verður kynntur tíu mynda stuttlisti. Endanlegar tilnefningar verða síðan opinberaðar þann 13. janúar, en Óskarinn verður veittur 9. febrúar.

Hvítur, hvítur dagur er ennfremur í for­vali til Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaunanna í ár en tilnefningarnar þar verða tilkynntar 9.nóvember.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR