Haukur Már Helgason á blogginu OK Eden skrifar um Austur Jóns Atla Jónassonar og segir hana meðal annars "mynd af helvíti, en það er mikilvægt að ruglast ekki á myndum og veruleika. Nei, þú ferð ekki til helvítis þó þú horfir á myndina. En þú klárar kannski ekki poppkornið þitt á meðan heldur."
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands svarar bréfi Bergsteins Björgúlfssonar forseta Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra: það er verið að vinna mjög markvisst í varðveislumálunum innan þess ramma sem fjárhagur leyfir, segir hann og bendir jafnframt á frekari lausnir sem bjóðast.
Í opnu bréfi vekur Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í varðveislu kvikmyndaarfsins.
Evrópustofa og Bíó Paradís efna á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15.-26. maí.