Örvarpið, örmyndahátíð RÚV á netinu er nú farin af stað í þriðja sinn. Hátíðin er vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.
Tale of Tales virkar ekki alveg nógu vel í heildina, það tekur hana nokkurn tíma að grípa mann og tónninn í henni er aðeins á skjön á köflum, segir Atli Sigurjónsson um opnunarmynd RIFF í ár, en hún sé þó bæði grótesk, fjörug og glæsileg.
Kanadíski kvikmyndleikstjórinn David Cronenberg og þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta hlutu bæði heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag til kvikmynda sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhenti þeim á Bessastöðum í gær.
Sjónvarpsstöðin SkjárEinn er í opinni línulegri dagskrá frá og með deginum í dag. Stöðin verður hins vegar í áskrift sem gagnvirk efnisveita. Með þessu ætlar Síminn að herja á nútímasjónvarpsmarkað.