Rafrænar leikaraprufur á nýjum samnorrænum vef

Nýr vefur, Selftape Scandinavia, gefur leikurum og kvikmyndagerðarmönnum kost á að eiga einföld samskipti gegnum netið.
Posted On 18 Nov 2014

Anna Gunndís gerir stuttmyndina “I Can’t Be Seen Like This”

Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona, sem nú stundar nám í kvikmyndagerð við New York University hyggst taka upp stuttmyndina I Can't Be Seen Like This í byrjun næsta árs. Anna Gunndis leitar eftir stuðningi við verkefnið á Karolina Fund.
Posted On 18 Nov 2014

“Tréð” hlýtur þróunarstuðning á franskri hátíð

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd - drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum.
Posted On 18 Nov 2014

BÍL vill aukin framlög til kvikmyndagerðar, óskert útvarpsgjald og aukna fjárfestingu í skapandi greinum

Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur sent umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2015 til fjárlaganefndar, nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar fengu umsögnina einnig senda. Meðal annars leggur BÍL til að framlag í Kvikmyndasjóð verði aukið um 200 milljónir króna og að innheimtu útvarpsgjaldi verði skilað að fullu til Ríkisútvarpsins.
Posted On 18 Nov 2014