587 konur sem starfa við kvikmyndagerð og/eða sviðlistir hafa undirritað áskorun undir nafninu „Tjaldið fellur“ þar sem þær krefjast þess að fá að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Þær segja í áskorun sinni að kynferðisofbeldi áreitni og kynbundin mismunun eigi sér stað í sviðslista- og kvikmyndageiranum, rétt eins og annars staðar í samfélaginu.
"Stefna myndarinnar hefði getað verið markvissari," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z, en bætir því við að fjölskylda Reynis hafi stórmerkilega og spennandi sögu að segja. Hún gefur myndinni þrjár stjörnur.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um heimildamyndina Varnarliðið - Kaldastríðsútvörður í Morgunblaðið og segir takmarkaða vinnu lagða í að gera efnið spennandi.
Björn Þór Vilhjálmsson skrifar um heimildamynd Guðbergs Davíðssonar og Konráðs Gylfasonar Varnarliðið - kaldastríðsútvörður á Hugrás og segir hana afar vel úr garði gerða.