Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar bætti enn einum verðlaunum í hnappagatið um helgina þegar myndin vann aðalverðlaun Febiofest hátíðarinnar í Prag í Tékklandi. Leikstjórinn veitti verðlaununum viðtöku.
Petri Kemppinen, framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, hefur samið við stjórn sjóðsins um að gegna stöðunni áfram til a.m.k tveggja ára til viðbótar, með möguleika á tveimur árum til viðbótar við það.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Ungar, hlaut áhorfendaverðlaun FEC kvikmyndahátíðarinnar á Spáni sem lauk um helgina. Á dögunum hlaut myndin einnig tvær sérstakar viðurkenningar á stuttmyndahátíðinni í Regensburg í Þýskalandi.