Ásdís Thoroddsen ræðir við Fréttatímann um nýjustu mynd sína, heimildamyndina Veðrabrigði sem nú er sýnd í Bíó Paradís í nokkra daga. Sögusviðið er Flateyri og myndin lýsir því hvernig tilfinning situr eftir í litlu sjávarþorpi þegar kvótinn er seldur í burtu.
Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri ræðir Þresti, karlmennsku og fegurðina, auk ferilsins og vinnuaðferðir sínar í viðtali við Kristján Guðjónsson hjá DV.
Grímur Hákonarson hefur verið á ferð og flugi um kvikmyndahátíðir heimsins með mynd sína Hrúta og komið heim með á þriðja tug verðlauna. Myndin er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og talin eiga góða möguleika á að hreppa útnefningu til Óskarsverðlauna. Grímur ræddi við Screen International á dögunum um næstu mynd sína, Héraðið.
Marzibil S. Sæmundardóttir kvikmyndagerðarkona hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Hún hefur víðtæka reynslu meðal annars af kvikmyndagerð og verkefnastjórnun. Hátíðin óskar jafnframt eftir stuttmyndum, skilafrestur er til 10. janúar 2016.
Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolinafund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og munu standa fyrir góðgerðarsamkomu í Bíó Paradís þessu til stuðnings. Herlegheitin fara fram laugardaginn 28. nóvember milli 16-18.
Hrútar Gríms Hákonarsonar var valin besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu og hlaut einnig Krzysztof Kieslowski verðlaunin fyrir bestu kvikmynd á Kvikmyndahátíðinni í Denver í Bandaríkjunum. Myndin hlaut einnig Silfurfroskinn í aðalkeppni Camerimage hátíðarinnar í Bydgoszcz í Póllandi.
Fúsi Dags Kára heldur áfram að bæta blómum í hnappagatið en Dagur hlaut leikstjórnarverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kairó sem lauk í gær. Kairó hátíðin er meðal örfárra hátíða í heiminum sem teljast til svokallaðra A-hátíða. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Heimildamyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 26. nóvember og verður sýnd í viku. Myndin segir af sjávarþorpinu Flateyri þar sem íbúar berjast fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög íbúanna í hendur þeirra sem réðu kvótanum.
Það voru fagnaðarfundir þegar kollegarnir, skólastjórarnir og leikstjórarnir, Gísli Snær Erlingsson frá Lasalle College of the Arts (LCA) í Singapore og Hilmar Oddsson frá KVÍ hittust á vinnuráðstefnu Cilect, samtaka kvikmyndaskóla, í München í vikunni.
Ingólfur Hannesson deildarstjóri hjá EBU (Evrópusambandi sjónvarpsstöðva) fjallar um áhorf á línulega dagskrá sjónvarps í Evrópu og segir samdrátt stórlega ýktan. Þá tekur hann RÚV sérstaklega fyrir og segir félagið hafa einstaklega sterka stöðu, einnig hjá yngri aldurshópum.
Fúsi Dags Kára hlaut tvenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um síðustu helgi. Þá hlaut stuttmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Þú og ég, verðlaun á hinni virtu Brest stuttmyndahátíð í sama landi.
Björgvin Sigurðarson og Hallur Örn Árnason vinna nú að heimildamyndinni Jói í göngunum sem fjallar um graffití á Íslandi í gegnum sögu Jóa, klósettvarðar í undirgöngunum við Klambratún. Þeir leita stuðnings við verkefnið á Karolina Fund