spot_img

RVK Studios vill koma upp kvikmyndaveri í Gufunesi

gufunes001Reykjavíkurborg mun ganga til viðræðna við RVK Studios um uppbyggingu kvikmyndavers í Gufunesi.

Vísir segir frá:

Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi.

„Kvikmyndaver í Reykjavík mun stuðla að fjölgun verkefna og efla reynslu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Með fleiri verkefnum eflist stöðugleiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhugaverður kostur fyrir hæfileikafólk sem hingað til hefur að mestu fundið verkefni við hæfi erlendis. Kvikmyndaver í Reykjavík mun þannig styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis og auka samkeppni á alþjóðlegum markaði,“ segir í erindinu.

„Við erum með þessu að vinna að því að öll þessi stóru kvikmyndaverkefni sem Baltasar Kormákur tengist, sem gæti verið önnur verkefni til viðbótar komi alfarið heim og verði bæði tekin upp hér á landi og fullunninn hér á landi. Þetta gæti verið vinnustaður fyrir 200 manns,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi.

„Við fengum erindið frá RVK Studios í sumar og auglýstum eftir hugmyndum frá alls konar aðilum að því hvað mætti gera í gufunesinu og höfum verið að fjalla um þetta og höfum fengið mat tveggja fasteignasala og erum að hefja viðræður á þeim grunni,“ segir Dagur.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR