Davíð Þór Jónsson skafar ekki utan af því í umsögn sinni um Noah Darren Aronovsky sem birtist í Herðubreið. "Það ótrúlega er að heil Hollywoodmynd, sem hundruð manna koma að á hinum ýmsu stigum og morði fjár þarf að dæla í til að líti dagsins ljós, skuli hafa komist alla leið á hvíta tjaldið án þess svo virðist sem nokkurn tímann í ferlinu hafi einhver með völd og vit staðið upp, sett hnefann í borðið og sagt: „Halló! Sér enginn að það sem hér er verið að búa til er óþverri?”
Kvikmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavik Film Festival) verður haldin dagana 12.-21. september næstkomandi í Bíó Paradís og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Þetta kemur fram á vef Bíó Paradísar, en það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna, rekstaraðili bíósins, sem einnig stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð.
Vísir ræðir við Wilhelm Wessman, fyrrum framkvæmdastjóra Hótel Sögu, um senuna frægu úr Englum alheimsins þar sem aðalpersónur verksins gera vel við sig á Grillinu.
Brynjar Jóhannesson skrifar á Starafugl um þrjár Hollywood myndir og leggur fram það sem hann kallar "Hegelskt módel" til að útskýra ánægju sína af þessum myndum.
Sú fína færeyska leikstýra Katrin Ottarsdóttir leggur nú lokahönd á Ludo, þriðju mynd sína í fullri lengd. Hún sækist eftir stuðningi til að klára eftirvinnslu á Indiegogo.
Ari Gunnar Þorsteinsson fjallar um nýjustu mynd Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, í Kjarnanum og segir meðal annars "ákveðið sjokk að upplifa nýjustu mynd Andersons, The Grand Budapest Hotel, sem er bæði fyrsta mynd hans þar sem einhvers konar pólitísk heimsmynd brýst inn í ýktan sagnaheiminn og fyrsta mynd hans sem endar á tóni sem vísar till aukinnar eyðileggingar og niðurrifs í stað aukinnar samheldni eða uppbyggingar."