Daglegt færslusafn: Oct 11, 2015

„Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær 37 milljónir frá Norræna sjóðnum

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.

Baltasar: Brú yfir Atlantshafið í smíðum

Baltasar Kormákur segir draum sinn að búa til ís­lenskt fyr­ir­tæki sem geti starfað á alþjóðavett­vangi og skilað hagnaði. Þetta kom fram á fundi á Kex hostel á dögunum á vegum Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, þar sem Baltasar ræddi fjár­mögn­un stórra bíó­mynda, mögu­leika Íslend­inga í alþjóðleg­um kvik­mynda­heimi og þau miklu áhrif sem auk­in tengsl við banda­ríska kvik­myndaiðnaðinn geta haft á Íslandi.