Daglegt færslusafn: Feb 13, 2014

Berlín 2014: Kreppan

Í sjötta bréfi sínu frá Berlín fjallar Haukur Már Helgason um tvær myndir, Ship Bun (Tíu mínútur) frá S-Kóreu og hina ítölsku In Grazia di dio - Quiet Bliss. Hann kallar þær kreppumyndir - myndir sem fjalla ekki bara um átök fólks við efnahagslega erfiðleika eða sýna hvernig þeir birtast í einkalífi persóna, heldur eru jafnvel kynntar af leikstjórum eða framleiðendum með skírskotun til kreppumyndarinnar eða fullum fetum sem kreppumyndir.

Borgarastríð og framtíð íslenskra kvikmynda

"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.

Donnie Darko: Raunveruleiki hinna ímynduðu vina

Ásgeir Ingólfsson leggur út af kvikmyndinni Donnie Darko sem sýnd verður í Bíó Paradís næsta sunnudagskvöld á vegum Svartra sunnudaga. "Hún er á skjön við tímana," segir Ásgeir, "hvorki beinlínis unglingamynd né vísindaskáldskapur, á sama hátt og unglingur er hvorki barn né fullorðinn – en þarf engu að síður að takast á við báða heima."