Þáttaröðin The Valhalla Murders í leikstjórn Þórðar Pálssonar og bíómyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Tökur á báðum verkum eru fyrirhugaðar í haust.
Adrift Baltasars Kormáks er í með tæpa átta þúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið yfir tólf þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.
Robert Richardson er einn virtasti tökumaður í bandarískum kvikmyndum síðasta aldarfjórðung eða svo. Hann hefur þrisvar hlotið Óskarsverðlaunin en slíkir eru teljandi á fingrum annarar handar. Richardson var tökumaður Adrift eftir Baltasar Kormák, en hann er kunnastur fyrir samstarf sitt við Oliver Stone, Martin Scorsese og Quentin Tarantino. Ásgrímur Sverrisson ræddi við hann á dögunum um myndina, samstarfið við Baltasar og fyrrnefnda leikstjóra.
„Það eru ekki margar íslenskar myndir eins og Síðasta áminningin og vafalaust mættu þær vera miklu, miklu fleiri,“ segir kvikmyndagagnrýnandinn Nína Richter um nýja heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson.
Adrift Baltasars Kormáks var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og er i öðru sæti aðsóknarlistans með rúmlega 4 þúsund gesti. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið um 10,600 gesti eftir fjórðu sýningarhelgi
Þáttaröðin um Stellu Blómkvist er nú sýnd í Frakklandi og fær serían góða umsögn á vefnum Do It in Paris, þar sem Stella er kölluð hundóféti á háum hælum (það stuðlar).
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut HBO áhorfendaverðlaunin fyrir bestu leiknu kvikmynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Provincetown í Bandaríkjunum. Ísold var viðstödd hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.
Bíó Paradís sýnir í sumar úrval bestu mynda ársins, nýjar og eldri íslenskar myndir með enskum texta, partísýningar halda áfram og þá verður sýnt frá öllum leikjum Íslands á HM, svo eitthvað sé nefnt.
Anna María Karlsdóttir framleiðandi hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hún kemur í stað Martin Schlüter sem mun á næstunni láta af störfum.
Heimildamyndin Síðasta áminningin eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 12. júní. Í myndinni er sjálfsmynd og hugarfar Íslendinga skoðað út frá sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og rætt er við þrjá leikmenn liðsins og aðra þjóðþekkta einstaklinga.
Vetrarbræður, hin dansk/íslenska kvikmynd Hlyns Pálmasonar, vann nýverið til tvennra verðlauna. Hún var valin besta kvikmyndin á Molodist - alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu og Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn á Transilvaníu kvikmyndahátíðinni í Cluj-Napoca í Rúmeníu.
Gísli Snær Erlingsson hefur hlotið formlega ráðningu sem skólastjóri London Film School (LFS). Þetta var tilkynnt í dag. Hann hefur frá síðasta hausti verið settur skólastjóri, en hafði áður verið námsstjóri þar í eitt ár. LFS er einn af kunnustu kvikmyndaskólum heims.
Sigurgeir Arinbjarnarson og samstarfsfólk hans hjá myndbrellufyrirtækinu Kontrast hefur opinberað brellustiklu (VFX Breakdown) kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum og má skoða hana hér. 282 brelluskot voru unnin fyrir myndina.
"Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar.