HeimEfnisorðHrútar

Hrútar

Grímur Hákonarson fann fyrir afbrýðisemi íslenskra kollega eftir HRÚTA

Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við The Guardian í tilefni af því að sýningar á mynd hans Héraðinu hefjast í Bretlandi í dag. Þar ræðir hann meðal annars um upplifun sína af viðbrögðum sumra kollega sinna hér á landi í kjölfar velgengni Hrúta.

Tökur hafnar á ástralskri útgáfu af „Hrútum“

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Rams í Ástralíu, en myndin er endurgerð á Hrútum Gríms Hákonarsonar. Hinn heimskunni ástralski leikari Sam Neill fer með annað aðalhlutverkið, Gumma, sem Sigurður Sigurjónsson lék í mynd Gríms. Michael Caton fer með hlutverk Kidda sem Theódór Júlíusson lék. Verkið er sagt "endursköpun" (reimagining) í fréttatilkynningu frá framleiðendum.

New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi

New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi dagana 19.-25. ágúst næstkomandi. Þetta eru Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Héraðið eftir Grím Hákonarson sem fer í tökur eftir áramót og er væntanleg ári síðar.

Grímar Jónsson ræðir um „Undir trénu“ og „Héraðið“

Grímar Jónsson framleiðandi er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Undir trénu sem Hafsteinn G. Sigurðsson leikstýrir og verður heimsfrumsýnd á Feneyjahátíðinni, sem og næsta verkefni, Héraðið, sem Grímur Hákonarson mun leikstýra.

„Hrútar“ endurgerð í S-Kóreu og Ástralíu

Hrútar Gríms Hákonarsonar verður endurgerð í S-Kóreu og Ástralíu á næstu árum og hafa samningar þar að lútandi verið undirritaðir.

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

Svona sló „Hrútar“ í gegn

Dreifingaraðilar kvikmyndarinnar Hrúta í Póllandi, Bretlandi, Þýskalandi og Noregi ræddu dreifingartaktík og uppskeru myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi sem nú er nýlokið.

„Hrútar“ vinnur í Gimli, sýnd í Nýja-Sjálandi

Hrútar Gríms Hákonarsonar vann á dögunum sín 29. alþjóðlegu verðlaun, en hún var valin besta mynd Gimli Film Festival sem lauk 24. júlí í Manitoba, Kanada. Sýningar á myndinni hefjast í dag í Nýja-Sjálandi en fyrir skemmstu var hún sýnd í aströlskum kvikmyndahúsum við góðan orðstí.

Screen ræðir við Grím Hákonarson um hátíðaflakk og næsta verkefni

Grímur Hákonarson er nú staddur í Jerúsalem þar sem hann tekur þátt í dómnefnd hins alþjóðlega hluta Jerusalem Film Festival. Screen ræddi við hann um velgengni Hrúta og upplifun hans af hátíðarúntinum undanfarið ár, auk verkefna framundan.

Aðsókn | „Hrútar“ eitt ár í sýningum

Hrútar hefur nú verið í sýningum í 52 vikur, en myndin var frumsýnd hér á landi 28. maí 2015. Myndin er komin með alls 22,434 gesti eftir árið.

Tvenn verðlaun til „Hrúta“ í Íran

Hrútar hlutu tvenn verðlaun á Fajr International Film Festival sem lauk í Tehran í Íran í gær. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar og einnig hlutu Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson leikaraverðlaun hátíðarinnar.

Aðsókn | „Hrútar“ nálgast eitt ár í sýningum

Þær þrjár íslensku myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Reykjavík, Fyrir framan annað fólk og Hrútar, malla allar í rólegheitunum þessa dagana enda langt liðið frá frumsýningum, til dæmis næstum ár í tilfelli þeirrar síðastnefndu.

„Hrútar“ fær glimrandi dóma í Danmörku, sýningar hefjast í dag

Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hefjast í dag í dönskum kvikmyndahúsum á vegum Scanbox. Myndin, sem kallast á dönsku Blandt mænd og får (Meðal manna og sauða) fær almennt góða dóma gagnrýnenda.

Aðsókn | „Reykjavík“ komin yfir 2.500 gesti

Reykjavík er í 18. sæti eftir sjöttu sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk er komin í 14. sæti eftir þá áttundu. Hrútar hefur nú verið sýnd í 47 vikur.

„Hrútar“ fá góðar viðtökur í bíóum víða um heim

Hrútar Gríms Hákonarsonar hefur verið sýnd víða um heim á undanförnum mánuðum og gengið vel í miðasölunni. Myndin opnaði í Svíþjóð um síðustu helgi og alls sáu hana þá 2,351 gestur.

Aðsókn | „Reykjavík“ í 13. sæti, „Fyrir framan annað fólk“ í áttunda

Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.

Greining | „Reykjavík“ komin yfir 2000 gesti, „Fyrir framan annað fólk“ hækkar milli vikna

Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.

Greining | „Reykjavík“ áfram í tíunda sæti

Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er áfram í 10. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er í því sjötta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.

Greining | „Reykjavík“ opnar í tíunda sæti

Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er áfram í því fimmta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er enn í sýningum.

„Hrútar“ gengur vel í Bretlandi

Í vikulegum dálki um miðasöluna í Bretlandi er meðal annars rætt um Hrúta eða Rams eins og myndin kallast á ensku. Hún var frumsýnd í breskum kvikmyndahúsum fyrir þremur vikum og byrjaði rólega en hefur sótt í sig veðrið. The Guardian kallar hana "The foreign language hit."

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV 2016 kynntar

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV voru kynntar í dag. Bíómyndirnar Hrútar og Fúsi, heimildamyndirnar Hvað er svona merkilegt við það? og Öldin hennar og kvikmyndahúsið Bíó Paradís fá tilnefningar í flokki kvikmyndalistar.

Atli Örvarsson og Jóhann Jóhannsson fá Hörpu-tónskáldaverðlaunin í Berlín

Íslensk tónskáld voru sigursæl á Hörpu-verðlaununum sem samtök norrænna kvikmyndatónskálda veittu í Berlín í gærkvöld. Atli Örvarsson var verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni Hrútum og Jóhann Jóhannsson fékk heiðursverðlaun fyrir besta höfundarverkið.

„Hrútar“ með nær fullt hús stiga hjá bandarískum gagnrýnendum

Á samantektarsíðuni Rotten Tomatoes er að finna umsagnir alls 43 bandarískra gagnrýnenda um Hrúta Gríms Hákonarsonar og er óhætt að segja að myndin sé hlaðin lofi (nú með 98% skor).

Fjöldi íslenskra kvikmynda í Gautaborg

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.

„Hrútar“ í norsk bíó, Bretland og Bandaríkin í næstu viku

Hrútar verður frumsýnd í Noregi á morgun og fær góða dóma þarlendra gagnrýnenda. Myndin verður síðan frumsýnd í breskum og bandarískum bíóum í næstu viku.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson og „Hrútar“ tilnefnd til National Film Awards í Bretlandi

Guðmundur Ingi Þorvaldsson er tilnefndur til National Film Awards í Bretlandi fyrir leik sinn í myndinni Chasing Robert Barker sem meðal annars var sýnd á síðustu RIFF-hátíð. Michael Fassbender, Tom Courtenay, Colin Firth, Tom Hardy og Daniel Craig fá einnig tilnefningu. Hrútar Gríms Hákonarsonar er tilnefnd sem besta erlenda mynd ársins.

Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson verðlaunaðir í Palm Springs fyrir „Hrúta“

Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, aðalleikarar hinnar margverðlaunuðu kvikmyndar Hrúta, deildu með sér FIPRESCI verðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Palm Springs í Bandaríkjunum. Hrútar hefur því nýtt ár á sömu nótum og því síðasta, með sigri á virtri kvikmyndahátíð.

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

„Ártún“, „Hvalfjörður“ og „Hrútar“ bæta við sig verðlaunum á síðustu vikum ársins

Stuttmyndir Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Ártún og Hvalfjörður, fengu nokkur verðlaun til viðbótar undir lok ársins og Hrútar Gríms Hákonarsonar pikkaði upp ein í viðbót.

„Everest“ og „Hrútar“ á listum blaðamanna Screen International yfir myndir ársins

Tvær myndir íslenskra leikstjóra er að finna á listum ritstjóra og blaðamanna fagritsins Screen International yfir myndir ársins; Hrútar eftir Grím Hákonarson og Everest eftir Baltasar Kormák.

„Hrútar“ ekki á stuttlista vegna Óskars

Bandaríska kvikmyndaakademían hefur opinberað níu mynda stuttlista yfir þær myndir sem gætu orðið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Það eru óneitanlega vonbrigði að Hrúta sé ekki að finna á listanum, en fjölmargir fagmiðlar, þar á meðal þessi hér, töldu hana eiga góða möguleika á tilnefningu.

„Hrútar“ á Sundance

Hrútar Gríms Hákonarsonar hefur verið valin á Sundance hátíðina sem fram fer í Park City í Utah dagana 21.-31. janúar næstkomandi.

Greining | Á fjórða hundrað hafa séð „Veðrabrigði“

Veðrabrigði, heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, sem frumsýnd var 26. nóvember í Bíó Paradís, hefur fengið ágæta aðsókn. Everest Baltasars verður líklega stærsta bíómynd ársins hér á landi og er komin yfir 200 milljónir dollara í tekjur á heimsvísu. Hrútar Gríms Hákonarsonar verður mest sótta íslenska kvikmyndin á árinu og Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum er stærsta heimildamynd ársins og einnig hin síðari ár, með yfir þrjú þúsund gesti.

Þrenn verðlaun til „Hrúta“ um helgina

Hrútar Gríms Hákonarsonar var valin besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu og hlaut einnig Krzysztof Kieslowski verðlaunin fyrir bestu kvikmynd á Kvikmyndahátíðinni í Denver í Bandaríkjunum. Myndin hlaut einnig Silfurfroskinn í aðalkeppni Camerimage hátíðarinnar í Bydgoszcz í Póllandi.

„Hrútar“ vinnur tvenn verðlaun í Minsk og valin besta myndin í Þessalóniku

Hrútar Gríms Hákonarsonar heldur áfram að stafla upp verðlaunum og eru þau nú orðin 18 talsins. Um helgina hlaut myndin tvenn verðlaun á Listapad kvikmyndahátíðinni í Minsk í Hvíta Rússlandi; áhorfendaverðlaun og einnig sérstök verðlaun frá borgarstjórninni í Minsk. Myndin var einnig valin besta kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Þessalóníku í Grikklandi.

Tilnefningar til Óskarsins: „Hrútar“ áfram í hópi líklegra

Screen International fer yfir stöðuna í Óskarstilnefningaferlinu í flokki erlendra mynda og ræðir við Mark Johnson umsjónarmann flokksins hjá Bandarísku kvikmyndaakademíunni. Miðillinn telur Hrúta eiga góða möguleika á að hljóta tilnefningu.

„Hrútar“ fáanleg á VOD

Hrútar Gríms Hákonarsonar er nú fáanleg í VOD-þjónustum SkjáBíós og Vodafone og einnig á Vimeo. Enn er hægt að sjá hana í Bíó Paradís.

„Fúsi“ fær þrennu í Lübeck, „Hrútar“ með ein verðlaun

Fúsi eftir Dag Kára hlaut þrenn verðlaun á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi sem lýkur á morgun. Hrútar Gríms Hákonarsonar, sem verið var að tilnefna til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, vann ein verðlaun.

„Hrútar“ verðlaunuð í Riga

Hrútar Gríms Hákonarsonar hlaut fyrir skemmstu verðlaun dómnefndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Riga í Lettlandi. Alls hefur því myndin hlotið 13 alþjóðleg verðlaun. Hátíðin fór fram dagana 15.-25. október.

Bandarísk stikla og plakat „Hrúta“

Cohen Media Group hefur sent frá sér heimasmíðaða útgáfu af stiklu og plakati Hrúta en myndin fer í almennar sýningar í Bandaríkjunum þann 3. febrúar næstkomandi.

Greining | Litlar breytingar á aðsókn

Litlar breytingar eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er áfram í tíunda sæti eftir þriðju sýningarhelgi og Everest Baltasars áfram í því þriðja.

„Hrútar“ og „Fúsi“ sigursælar á Valladolid hátíðinni

Hrútar Gríms Hákonarsonar hlaut þrenn verðlaun á nýafstaðinni Valladolid hátíðinni á Spáni. Gunnar Jónsson var einnig valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Fúsa Dags Kára á sömu hátíð.

„Hrútar“ fær pólsk verðlaun

Hrútar Gríms Hákonarsonar hlaut í gærkvöldi aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Tofifest í Póllandi. Þetta eru níundu verðlaun myndarinnar á alþjóðlegum vettvangi.

„Þrestir“ opnar í tíunda sæti, „Everest“ aftur á toppinn

Þrestir Rúnars Rúnarssonar eru í tíunda sæti á opnunarhelginni meðan Everest Baltasars snýr aftur í efsta sætið. Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum gengur ágætlega.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR