Atli Örvarsson og Jóhann Jóhannsson fá Hörpu-tónskáldaverðlaunin í Berlín

Frá vinstri: Atli Örvarsson tónskáld, Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona, handritshöfundur og framleiðandi og Jóhann Jóhannsson tónskáld í Berlín gærkvöldi.

Íslensk tónskáld voru sigursæl á Hörpu-verðlaununum sem samtök norrænna kvikmyndatónskálda veittu í Berlín í gærkvöld. Atli Örvarsson var verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni Hrútum og Jóhann Jóhannsson fékk heiðursverðlaun fyrir besta höfundarverkið.

RÚV segir frá.

Hörpu verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í norrænu sendiráðunum í Berlín og samtímis fór fram leikara verðlaunaafhendingin Northern Lights, þar sem Nanna Kristín Magnúsdóttir hlaut verðlaunin.

Verðlaunaafhendingin var haldin þar sem alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín stendur nú sem hæst.

Atli Örvarsson vann fyrir bestu kvikmyndatónlist, fyrir frumsamda tónlist sína í verðlaunakvikmynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar. Þá vann Jóhann Jóhannsson sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.

Sjá hér: Íslenskir listamenn sigursælir í Berlín

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR