Stjórn SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefur kært Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, til embættis sérstaks saksóknara. Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að fjárreiður samtakanna voru skoðuð við starfslok Snæbjörns.
Birgitta Sigursteinsdóttir vinnur nú að gerð heimildamyndar um 25. Kvennahlaup ÍSÍ, sem haldið verður laugardaginn 14. júní næstkomandi. Myndin verður uppbyggð af myndefni frá konum á hinum ýmsu hlaupastöðum, hérlendis sem erlendis, þar sem konurnar sjálfar festa á filmu sína upplifun af afmælishlaupinu. Óskað er eftir umsóknum um þátttöku.
Victor Kossakovsky, heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár, segir heimildamyndir fjalla um fólk og veita okkur heimild til að fjalla um það eftir okkar höfði.
Framleiðandinn Rakel Garðarsdóttir (Vesturport), leikkonan og handritshöfundurinn Nína Dögg Filipusdóttir og leikstjórinn Ísold Uggadóttir sóttu kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum þar sem þær kynntu bíómyndarverkefni sitt um Vigdísi Finnbogadóttur og kjör hennar sem fyrsta kvenforseta heimsins.
Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfunda Vonarstrætis, er í viðtali við Kjarnann í dag þar sem hann ræðir um samstarf þeirra Baldvins Z, vinnsluferlið og ferilinn.
Heima er best, myndband Djúpavogshrepps og Afls starfsgreinafélags, þar sem lýst er sjónarmiðum heimamanna í "Vísismálinu" svokallaða, hefur vakið gríðarlega athygli og umræður. Myndbandið var unnið af kvikmyndagerðarmönnunum Sigurði Má Davíðssyni og Skúla Andréssyni sem báðir eru frá Djúpavogi.
Ekkert lát er á aðsókn á Vonarstræti, en að lokinni annarri sýningarhelgi hafa tæplega 20.000 manns séð myndina. Hún situr áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.
Á vefnum Spyr.is er að finna fróðlegt viðtal við Gunnar Ásgeirsson sýningarstjóra Bíó Paradísar, þar sem hann fer yfir starf sýningarstjórans og þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfinu á undanförnum árum með tilkomu stafrænna sýningartækja.
Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.
Bandaríska dreifingarfyrirtækið Music Box mun dreifa kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss á bandarískum markaði. Þetta kemur fram í Variety, en gengið var frá samningum í Cannes.
Eva Sigurðardóttir bar sigur úr býtum í "pitch" keppni ShortsTV sem fram fór á yfirstandandi Cannes hátíð. Tilkynnt var um sigurvegarann í Cannes í dag.
Eva Sigurðardóttir tekur þátt í "pitch" keppni á Cannes hátíðinni, ShortsTV, þar sem fimm bestu "pitchin" eru valin úr af kjósendum á netinu. Kosningunni lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag, en sigurvegari verður kynntur á fimmtudag. Sá fær 5000 evrur til þess að framleiða mynd sína. Smelltu hér ef þú vilt styðja Evu til sigurs og mundu að staðfesta atkvæðið neðst á síðunni.