spot_img

Heimildamyndin „Álafoss: ull og ævintýri“ frumsýnd

Hjálmtýr Heiðdal, Hildur Margrétardóttir og Guðjón Sigmundsson aðstandendur myndarinnar fagna á frumsýningunni í gærkvöldi.
Hjálmtýr Heiðdal, Hildur Margrétardóttir og Guðjón Sigmundsson aðstandendur myndarinnar fagna á frumsýningunni í gærkvöldi.

Heimildamyndin Álafoss: ull og ævintýri var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Myndin segir sögu Álafoss ullarverksmiðjunnar og fólksins sem þar vann. Hjálmtýr Heiðdal hjá Seylunni framleiðir ásamt Hildi Margrétardóttur og Guðjóni Sigmundssyni. Handrit skrifðu Bjarki Bjarnason og Hildur Margrétardóttir, klippingu annaðist Anna Þóra Steinþórsdóttir. Myndin er 55 mínútur að lengd og er fáanleg á DVD, en verður sýnd í RÚV innan tíðar.

Frumsýningargestir í Bíó Paradís í gærkvöldi.
Frumsýningargestir í Bíó Paradís í gærkvöldi.

Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði. Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR