Heim Bransinn Á annan tug bíómynda og leikinna þáttaraða í tökum á árinu

Á annan tug bíómynda og leikinna þáttaraða í tökum á árinu

-

Frá tökum á The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi sumarið 2012.
Frá tökum á The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi sumarið 2012.

Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.

Innlend verkefni

Tökum á Afanum í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar er lokið fyrir skömmu. Bjarni Haukur framleiðir ásamt Ingvari Þórðarsyni. Myndin verður frumsýnd í haust.

Rúnar Rúnarsson mun að líkindum fara af stað í sumar með mynd sína Þrestir. Verkefnið hefur nýlega fengið styrk úr Kvikmyndasjóði. Frekari upplýsingar eru væntanlegar.

UPPFÆRT 20. maí: Tökur á Staying Alive (áður Magný) Friðriks Þórs Friðrikssonar, sem byggir á sögu eftir Barða Guðmundsson og handriti Tyrfings Tyrfingssonar, verða á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Ljósband framleiðir.

Grímur Hákonarson mun fara af stað með mynd sína Hrútar síðsumars. Grímar Jónsson hjá Netop films framleiðir.

Rvk Studios hefur boðað tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð síðla hausts. Teknir verða upp tíu þættir, Baltasar Kormákur mun líklega leikstýra fyrstu tveimur þáttunum en eftir það taka Árni Óli Ásgeirsson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson við.

Variety greindi frá því á dögunum að kvikmyndin Mules í leikstjórn Barkar Sigþórssonar færi í tökur á árinu. Rvk Studios framleiðir.

Sólveig Anspach mun taka upp hluta myndar sinnar The Aquatic Effect hér í haust.

Erlend verkefni

Tökum á sjónvarpsþáttaröðinni Fortitude er að ljúka. Þær hafa staðið frá ársbyrjun með hléum og hafa að mestu farið fram á Reyðarfirði og nágrenni. Pegasus þjónustar verkefnið hér á landi.

Tökur standa nú yfir á þýskri kvikmynd á vegum Truenorth. Heyrst hefur af að minnsta kosti einu öðru verkefni sem væntanlegt sé í sumar á vegum Truenorth, en það er óstaðfest.

Tökur standa nú yfir á bandarískri „indie“ mynd sem kallast Sepia. Pegasus þjónustar verkefnið hér á landi.

Þá mun einnig vera von á Game of Thrones teyminu hingað í fjórða sinn í haust. Pegasus þjónustar verkefnið.

Ótaldar eru loftmyndatökur vegna Star Wars 7 en þeim mun lokið. Heyrst hefur að ný James Bond mynd í leikstjórn Sam Mendez muni einnig mynda hér á landi á árinu.

Orðrómur er á kreiki um fleiri verkefni en væntanlega skýrist það síðar.

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?