„Viljum ekki skuldsetja félagið“

Sigmar Vilhjálmsson forsvarsmaður Konunglega kvikmyndafélagsins, rekstaraðila sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó, segist bjartsýnn á að hlutafjáraukningu félagsins ljúki sem fyrst. Félagið sagði öllum starfsmönnum upp í dag eftir um tveggja mánaða rekstur.
Posted On 30 Apr 2014

RIFF í Kópavogi að hluta

Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag. Framlag lista- og menningarsjóðs til hátíðarinnar nemur 3,5 milljónum króna.
Posted On 30 Apr 2014

Öllum sagt upp á Bravó og Miklagarði; nýs hlutafjár leitað

Öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins, sem rekur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, hefur verið sagt upp. Leitað er nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins.
Posted On 30 Apr 2014

“Halo” mynd tekin upp á Íslandi

Stór hluti nýrrar myndar frá framleiðslufyrirtæki Ridleys Scotts eftir tölvuleiknum Halo fyrir tölvurisann Microsoft verður tekin upp hér á landi og á Írlandi. Framleiðslukostnaðurinn verður meira en tíu milljónir dollara en þegar hafa verið gerðar nokkrar myndir eftir tölvuleiknum.
Posted On 30 Apr 2014

Hollvinasamtök RIFF stofnuð

Félagsskapnum er ætlað að standa vörð um hagsmuni hátíðarinnar og styðja við uppbyggingu hennar. Aðild kostar ekkert og er öllum opin.
Posted On 30 Apr 2014

Greining | “Harry og Heimir” komin með yfir tíu þúsund gesti

Myndin fékk 650 gesti um helgina en alls hafa 10.010 manns séð myndina hingað til.
Posted On 29 Apr 2014

Frestur til að sækja um á Skjaldborg rennur út 1. maí

Útlit fyrir spennandi dagskrá í ár, heiðursgestur verður stórt nafn í alþjóðlegri heimildamyndagerð.
Posted On 29 Apr 2014

Frestur til að sækja um störf við Kvikmyndahátíð í Reykjavík til 30. apríl

Vilt þú verða framleiðandi, kynningarstjóri eða gestastjóri Kvikmyndahátíðar í Reykjavík?
Posted On 29 Apr 2014

Stjörnustríð og James Bond væntanlegar hingað á árinu?

Yahoo Movies fjallar fjálglega um Ísland sem tökustað og gefur í skyn verkefni framundan.
Posted On 28 Apr 2014

Um þúsund titlar af íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni til sýnis á YouTube síðu

Mikið safn íslenskra kvikmynda og sjónvarpsefnis má finna á YouTube síðu framtakssams einstaklings sem kallar sig Humperdinkus. Þar eru nú tæplega þúsund titlar, lunginn af því sjónvarpsefni úr ýmsum áttum frá síðastliðnum áratugum en einnig fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsseríur.
Posted On 28 Apr 2014

Kristín Jóhannesdóttir undirbýr nýja kvikmynd

Hverju sinni er fjöldi verkefna á mismunandi stigum vinnslu í bransanum, ekki síst á hugmynda- og skriftarstiginu, sem ástæðulaust er að fjalla um fyrr en þau eru komin á framkvæmdastigið. Þó langar mig að gera örlitla undantekningu nú, segir Ásgrímur Sverrisson.

Ólafur Arnalds vinnur BAFTA verðlaun fyrir “Broadchurch”

Ólafur Arnalds tónskáld vann í dag sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í sjónvarspsþáttunum Broadchurch sem sýndir eru á BBC.
Posted On 27 Apr 2014

Svartir sunnudagar klára veturinn með “Brazil” og plakatasýningu

Sýning á plakötum vetrarins hefst kl. 19:30, myndin kl. 20.
Posted On 25 Apr 2014

“Walesa. Maður vonar” opnunarmynd Pólskra kvikmyndadaga

Bíó Paradís og Sendiráð Lýðveldis Póllands á Íslandi standa fyrir Pólskum kvikmyndadögum í fjórða sinn dagana 25.-26. apríl. Myndirnar eru á pólsku með enskum texta og frítt er inn á allar sýningar.
Posted On 22 Apr 2014

Greining | “Harry og Heimir” færist upp um sæti milli vikna

Myndin fékk 1.642 gesti um helgina en alls hafa 7.777 manns séð myndina hingað til.
Posted On 22 Apr 2014

Ný kitla fyrir “Borgríki II” komin

Myndin verður frumsýnd þann 17. október næstkomandi.
Posted On 22 Apr 2014

“Hvalfjörður”, “Borgríki” og “Hreint hjarta” á dagskrá Sjónvarpsins um páskana

Verðlaunastuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar sýnd að kvöldi skírdags sem og glæpaþriller Ólafs Jóhannessonar, sigurvegari Skjaldborgarhátíðarinnar 2012 eftir Grím Hákonarson sýnd föstudaginn langa.
Posted On 17 Apr 2014

Myndirnar á Cannes 2014

Í aðalkeppninni má finna myndir eftir marga af fremstu leikstjórum samtímans, þar á meðal Olivier Assays, Nuri Bilge Ceylan, David Cronenberg, Dardenne bræður, Atom Egoyan, Mike Leigh, Ken Loach og Jean-Luc Godard. Frumraun Ryan Gosling Lost River (áður How To Catch a Monster), sem hann vann að hluta hér á landi með Valdísi Óskarsdóttur og RVX, verður sýnd í Un certain regard flokknum.
Posted On 17 Apr 2014

“Draumurinn um veginn” sýndur í heild í Sjónvarpinu yfir páskana

Þessi heimildamyndabálkur Erlends Sveinssonar fjallar um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Norður-Vestur Spáni. Thor gengur inn í heim pílagrímavegarins og aðlagast honum eftir því sem á gönguna líður. Thor var áttræður þegar hann gekk þessa 800 kílómetra leið árið 2005 en hann lést 2. mars árið 2011.
Posted On 17 Apr 2014

Laddi rændur tekjum af skráaskiptasíðu

Einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, Þórhallur Sigurðsson eða Laddi, segir farir sínar ekki sléttar. Hann greinir frá því á Fésbókarsíðu sinni nú í dag að sýningunni sem nýverið kom út á DVD, Laddi lengir lífið, sé nú deilt á íslenskri skráskiptasíðu.
Posted On 16 Apr 2014

Líður að hátíð hátíðanna

Kvikmyndahátíðin í Cannes, þar sem handabönd og spjall greiða verkefnum leið, fer fram dagana 14.-25. maí næstkomandi. Plakat hátíðarinnar hefur nú verið afhjúpað en þar er að finna sjálfan Marcello Mastroianni í ódauðlegu meistaraverki Fellini,  frá 1963. Margir íslenskir framleiðendur bíða nú eftir svörum varðandi vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð; nesti að heiman til að geta klárað sig á þessum stærsta kvikmyndamarkaði veraldar.
Posted On 16 Apr 2014

Skarphéðinn Guðmundsson áfram dagskrárstjóri Sjónvarpsins

Skarphéðinn Guðmundsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tilkynnti þetta á fundi í Efstaleiti rétt í þessu.
Posted On 16 Apr 2014

Kvikmyndahátíð í Reykjavík leitar að mannskap

Leitar að framleiðanda, kynningar- og markaðsstjóra og gestastjóra.
Posted On 15 Apr 2014

Kvikmyndahátíð í Reykjavík mun leggja áherslu á tengslamyndun og samtal um kvikmyndir

Auk hnitmiðaðrar dagskrár sem miðast við gæði umfram magn verður sérstök áhersla á að kynna íslenskt hæfileikafólk í kvikmyndagerð, skapa tækifæri til samstarfs og samframleiðslu á kvikmyndaverkefnum og efla tengsl íslenskra kvikmyndagerðarmanna við alþjóðlegan kvikmyndaiðnað.
Posted On 15 Apr 2014