Heim Bransinn „Viljum ekki skuldsetja félagið“

„Viljum ekki skuldsetja félagið“

-

Sigmar Vilhjálmsson í Miklagarðssettinu.
Sigmar Vilhjálmsson í Miklagarðssettinu.

Sigmar Vilhjálmsson forsvarsmaður Konunglega kvikmyndafélagsins, rekstaraðila sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó, segist bjartsýnn á að hlutafjáraukningu félagsins ljúki sem fyrst. Félagið sagði öllum starfsmönnum upp í dag eftir um tveggja mánaða rekstur.

„Við viljum ekki skuldsetja félagið. Það sem hefur riðið öllum fjölmiðlum að fullu í sögunni er einmitt skuldsetning. Það er alveg ljóst mál að farið var í þessa vegferð af áhuga og ástríðu. Ef maður er farinn að sligast af skuldum, þá er ástríðan horfin úr verkefninu og er því betra heima setið,“ segir hann í samtali við mbl.is.

„Félagið er sáralítið skuldsett og við viljum halda því þannig.“

Í viðtalinu ræðir hann um stöðuna og horfurnar framundan. Ætlunin sé að sækja meira hlutafé og stöðvarnar verði áfram í loftinu.

Sigmar segir að framtíðarsýn félagsins sé skýr. Áhugaverðir tímar séu í vændum á fjölmiðlamarkaði og ætli félagið sér að vera virkur þátttakandi í þeim breytingum sem framundan eru.

„Við erum með ákveðna framtíðarsýn í okkar félagi sem auðvitað mun taka tíma að byggja upp og klára,“ segir hann. Þeir séu alls ekki að tjalda til einnar nætur.

Sjá nánar hér: „Viljum ekki skuldsetja félagið“ – mbl.is.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.