Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Rocu Fannberg tekur þátt í keppni um bestu heimildamyndina á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi sem fram fer dagana 28. júní til 6. júlí. Plakat myndarinnar hefur verið gert opinbert.
Frábært sálfræðilegt drama segir Davide Abbatescianni um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur í Cineuropa, en myndin var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg.
Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).