Daglegt færslusafn: Apr 14, 2015

Umsóknarfrestur á Skjaldborg rennur út 17. apríl

Umsóknarfrestur fyrir Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, rennur út þann 17. apríl. Hátíðinni hefur þegar borist fjöldi titla og stefnir í fína dagskrá að sögn aðstandenda, sem vilja jafnframt koma því á framfæri að ef þú lumar á heimildamynd skaltu ekki hika við að fylla út umsókn á heimasíðu hátíðarinnar en þar eru einnig allar frekari upplýsingar að finna.