Karl Óskarsson er tilnefndur til British Arrows Craft Awards fyrir bestu kvikmyndatöku vegna auglýsingar um Arla skyr. Um er að ræða fagverðlaunin í breskum auglýsingum fyrir sjónvarp, kvikmyndahús og vefmiðla.
Fjallað var um upphaf íslenskra sjónvarpsauglýsinga í Djöflaeyjunni í gærkvöldi og meðal annars rætt við Jón Þór Hannesson framleiðanda, en fáir (líklega engir) hafa meiri reynslu af gerð slíks efnis hér á landi.
Kvikmyndagerðarmenn undrast að Íslandsstofa hafi falið erlendum kvikmyndagerðarmönnum gerð kynningarmyndbands vegna herferðarinnar Inspired By Iceland. Myndbandið var unnið af Íslensku auglýsingastofunni, almannatengslaskrifstofunnni Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið.
Auglýsing tryggingafélagsins Sjóvá með kettinum Jóa í aðalhlutverki vann í vikunni alþjóðleg verðlaun EPICA. Guðjón Jónsson var leikstjóri, Ágúst Jakobsson tökumaður. Auglýsingin er framleidd af Sagafilm.