Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana.
Erlend kvikmyndaver hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga eftir að yfirmaður hjá Netflix greindi frá því í síðustu viku að efnisveitan væri með framleiðslu í tveimur löndum; Suður Kóreu og Íslandi. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Sýningar eru hafnar á spennuþáttaröðinni Sanctuary á Sundance Now streymisveitunni í Bandaríkjunum. Óskar Þór Axelsson (Ég man þig, Stella Blómkvist) leikstýrir fjórum fyrstu þáttunum af átta og Jakob Ingimundarson (Ég man þig) er tökumaður þeirra þátta.
Ný samantekt Hagstofunnar fyrir SÍK á helstu hagstærðum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsgreinarinnar á undanförnum árum sýnir umfang hennar í nýju ljósi. Meðal ársvelta nemur rúmum 27 milljörðum króna og meðalfjöldi starfa er 1,806 en 3,431 með afleiddum störfum. Í þessu mengi eru öll framleiðslufyrirtæki og sjálfstætt starfandi ásamt sjónvarpsstöðvunum.
Útflutningstekjur kvikmynda- og sjónvarpsgeirans á tímabilinu 2014-2018 voru 15,1 milljarður króna. Á sama tíma var framlag ríkisins til Kvikmyndasjóðs og í formi endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar samanlagt um 9,9 milljarðar. Greinin veltir að meðaltali rúmlega 27 milljörðum á ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem teknar voru saman fyrir Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK).