[Stikla] Óskar Þór Axelsson leikstýrir spennuþáttunum SANCTUARY

Jospehin Asplund fer með aðalhlutverkið í Sanctuary.

Sýningar eru hafnar á spennuþáttaröðinni Sanctuary á Sundance Now streymisveitunni í Bandaríkjunum. Óskar Þór Axelsson (Ég man þig, Stella Blómkvist) leikstýrir fjórum fyrstu þáttunum af átta og Jakob Ingimundarson (Ég man þig) er tökumaður þeirra þátta.

Þáttunum er svo lýst:

What could be worse than being imprisoned in a locked-down clinic where nothing is what it seems, and nobody believes you are who you say you are? How about beginning to suspect that they’re right? Sanctuary is a suspenseful psychological thriller that deals with the defining human issues of survival, identity, trust and betrayal in a story that asks the audience: Who would you become in order to survive?

Frá vinstri: Skúli Malmquist framleiðandi, Jakob Ingimundarson tökumaður, Óskar Þór Axelsson leikstjóri og Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi við tökur á Ég man þig.

Þættirnir eru framleiddir af Yellow Bird, einu kunnasta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar. Þeir kallast Himmelsdalen á frummálinu en tungumálið er enska.

Þættirnir verða sýndir á RÚV, væntanlega síðar á árinu.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR