Heim Fréttir Óskar Þór Axelsson leikstýrir spennuþáttunum SANCTUARY

[Stikla] Óskar Þór Axelsson leikstýrir spennuþáttunum SANCTUARY

-

Jospehin Asplund fer með aðalhlutverkið í Sanctuary.

Sýningar eru hafnar á spennuþáttaröðinni Sanctuary á Sundance Now streymisveitunni í Bandaríkjunum. Óskar Þór Axelsson (Ég man þig, Stella Blómkvist) leikstýrir fjórum fyrstu þáttunum af átta og Jakob Ingimundarson (Ég man þig) er tökumaður þeirra þátta.

Þáttunum er svo lýst:

What could be worse than being imprisoned in a locked-down clinic where nothing is what it seems, and nobody believes you are who you say you are? How about beginning to suspect that they’re right? Sanctuary is a suspenseful psychological thriller that deals with the defining human issues of survival, identity, trust and betrayal in a story that asks the audience: Who would you become in order to survive?

Frá vinstri: Skúli Malmquist framleiðandi, Jakob Ingimundarson tökumaður, Óskar Þór Axelsson leikstjóri og Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi við tökur á Ég man þig.

Þættirnir eru framleiddir af Yellow Bird, einu kunnasta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar. Þeir kallast Himmelsdalen á frummálinu en tungumálið er enska.

Þættirnir verða sýndir á RÚV, væntanlega síðar á árinu.

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.