"..óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Hvernig á að vera klassa drusla.
"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmtileg mynd sem gerir út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.
Fjallað er um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttir í greinaflokki The Guardian, My Streaming Gem, sem dregur fram áhugaverðar kvikmyndir á streymisveitum. "Þetta er afar hjartnæm frásögn sem beinir sjónum að þeirri mannlegu þjáningu sem innflytjendastefna í vestrænum ríkjum skapar," skrifar George Fenwick.
"Ráðherrann er svolítið reikull og rótlaus þar sem góð grunnhugmynd að fallegri pólitískri fantasíu líður fyrir hnökra í handriti, teygðan lopa og hæga framvindu en allt steinliggur þetta í mögnuðum endasprettinum þegar geðveikin tekur öll völd," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu í umsögn sinni um þáttaröðina Ráðherrann.
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um heimildamyndina A Song Called Hate (Hatrið) eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur á vef sinn Menningarsmygl. Myndin var sýnd nýlega á RIFF og einnig á kvikmyndahátíðinni í Varsjá.
Þriðji póllinn og Á móti straumnum eru frábærar heimildamyndir um litbrigði lífsins sem fá áhorfendur til að fella tár og taka bakföll af hlátri, segir Júlía Margrét Einarsdóttir í Lestinni á Rás 1.
"Ráðherrann fer þá leið að búa einfaldlega til hreinræktaða fantasíu," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni á Menningarsmygli um fyrstu tvo þættina.
Gunnar Theódór Eggertsson kvikmyndarýnir Lestarinnar fjallar um þrjár heimildamyndir sem sýndar voru á Skjaldborg, Aftur heim?, Hálfan álf og Góða hirðinn.
Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson er nú í boði á efnisveitunni MUBI og af því tilefni skrifar Ellen E. Jones, gagnrýnandi The Guardian, um myndina. Hún segir hana meðal annars upprennandi öðruvísi jóla-klassík.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Ömmu Hófí eftir Gunnar B. Guðmundsson í Morgunblaðið og segir hana meðal annars fína skemmtun en vissulega fulla af litlum misfellum sem er synd að ekki hafi verið sléttað úr.