„Það vill enginn lenda í óþægilegri stöðu. Það er heldur enginn að reyna það en það getur allt gerst ef það er ekki hugsað út í þessa hluti,“ segir Kristín Lea Sigríðardóttir, sem tekið hefur að sér að leiða unga sem aldna leikara í gegnum viðkvæmustu senurnar á tökustað. Anna Marsibil Clausen ræddi við hana í Lestinni á Rás 1.
Bíómyndin Berdreymi, sem framleidd er af Anton Mána Svanssyni, hlaut á dögunum rúmlega 16,8 milljónir króna frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Guðmundur Arnar Guðmundsson (Hjartasteinn) leikstýrir, en áætlað er að tökur hefjist í lok ágúst.
Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).
Tilkynnt var í dag að Hjartasteinn, hin margverðlaunaða kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, myndi hljóta EUFA verðlaunin, European University Film Award. Myndin hefur unnið til sex verðlauna á undanförnum vikum, en þessi sjöundu eru jafnframt 45. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Engin íslensk bíómynd hefur hlotið jafn mörg verðlaun.
Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd í breskum kvikmyndahúsum og segir hana meðal annars eldheita ástarsögu með sterkum leik.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.
Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður, var valin besta erlenda stuttmyndin á Real Time Film Festival í Nígeríu á dögunum. Myndin kom út fyrir fjórum árum og hefur nú unnið til alls 48 alþjóðlegra verðlauna, þar á meðal hlaut hún dómnefndarverðlaun á Cannes hátíðinni 2013.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar er meðal tíu mynda sem eru á stuttlista Lux-verðlauna Evrópuþingsins. Tilkynnt verður um þær þrjár myndir sem ferðast um Evrópu í lok júlí.
Mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Hjartasteinn, heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Myndin vann á dögunum til verðlauna á Cinema in Sneakers Festival sem fór fram í Varsjá dagana 31. maí - 11. júní. Eins hlutu Baldur Einarsson og Blær Hikriksson verðlaun fyrir leik sinn á Art Film Fest Košice sem fór fram í Slóvaíku dagana 16. -24. júní.
HjartasteinnGuðmundar Arnars Guðmundssonar og Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach voru báðar verðlaunaðar á Transilvania International Film Festival sem fór fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu um helgina.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta leikna myndin á Crossing Europe kvikmyndahátíðinni í Linz í Austurríki sem lauk um síðustu helgi. Í fyrrihluta apríl hlaut myndin samskonar verðlaun á Wicked Queer: The Boston LGBT Film Festival í Bandaríkjunum. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 30 talsins.
Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Ártún, hlaut fern verðlaun á Third Culture Film Festival í Hong Kong sem fram fór á dögunum. Verðlaunin voru veitt fyrir bestu myndina, besta leikstjóra, bestu myndatöku (Sturla Brandth Grøvlen) og besta leikara (Flóki Haraldsson).
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar bætti enn einum verðlaunum í hnappagatið um helgina þegar myndin vann aðalverðlaun Febiofest hátíðarinnar í Prag í Tékklandi. Leikstjórinn veitti verðlaununum viðtöku.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til tveggja verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Belgrad í Serbíu, sem lauk í gær. Myndin hlaut bæði dómnefndarverðlaun hátíðarinnar og verðlaun fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra.
Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut á dögunum Scope100 dreifingarverðlaunin í Portúgal og Svíþjóð sem tryggir myndinni dreifingu í báðum löndum. Myndin hlaut svo um helgina dómnefndarverðlaun ungmenna og sérstök verðlaun dómnefndar á Festival International du Premier Film d'Annonay í Frakklandi.
Framleiðendur Hjartasteins, Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson, fengu Lorens framleiðendaverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag.
Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi sl. sunnudag, en hátíðin var haldin í 28. sinn. Myndin hlaut aðalverðlaunin, áhorfendaverðlaunin og verðlaun ungu dómnefndarinnar.