spot_img

„Hjartasteinn“ og „Sundáhrifin“ verðlaunaðar í Rúmeníu

Guðmundur Arnar Guðmundsson veitti verðlaununum viðtöku í Rúmeníu.

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar og Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach voru báðar verðlaunaðar á Transilvania International Film Festival sem fór fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu um helgina.

Guðmundur Arnar hlaut verðlaun fyrir leikstjórn sína auk þess sem myndin hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
Hjartasteinn hefur nú hlotið alls 33 alþjóðleg verðlaun.

Kvikmynd Sólveigar Anspach, Sundáhrifin, hlaut The Young Francophone Jury Prize á TIFF. Um er að ræða verðlaun sem eru veitt af TV5 Monde, RFI Romania og The French Institute.

Sjá nánar hér: Hjartasteinn og Sundáhrifin unnu til verðlauna á TIFF | Fréttir | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR