Heimildamyndin Baráttan um Ísland er í tveimur hlutum og fjallar um uppgjörið eftir bankahrunið 2008. Fyrri hlutinn er á dagskrá RÚV í kvöld en sá seinni verður sýndur annað kvöld.
Þór Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur þegar hafið störf. Hann hefur undanfarin ár verið kvikmyndaframleiðandi hjá Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið.
Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson kemur í kvikmyndahús í dag. Myndin hefur þegar selst til nokkurra stærri markaða en verður kynnt kaupendum á Berlínarhátíðinni.
Sagafilm hefur auglýst eftir deildarstjóra Dagskrárdeildar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á dagskrár- og heimildamyndagerð og getur unnið í krefjandi en skemmtilegu starfsumhverfi, segir í auglýsingu.
Þessa dagana standa tökur yfir á spennumyndinni Napóleonsskjölin, sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir handriti Marteins Þórissonar.
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson hlaut í gærkvöld verðlaun Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna (European Children's Film Association) sem veitt eru í tengslum við Berlinale kvikmyndahátíðina sem nú stendur yfir.
Kvikmyndaframleiðendur segja að tilkoma streymisveita hafi gjörbylt fjármögnunarmöguleikum í kvikmyndaframleiðslu. Á árinu 2020 var mikill hagnaður í íslenskri kvikmyndagerð. Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu.
Sagafilm hefur endurnýjað þróunar- og dreifingarsamninga við Sky Studios í kjölfar velgengni þáttaraðarinnar Systrabönd. Samningurinn var fyrst gerður 2019.
Sagafilm og LittleBig Productions hafa stofnað til samstarfs um þróun og framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber vinnuheitið Salé. Þáttaröðin byggir á Tyrkjaráninu, sem átti sér stað árið 1627 þegar sjóræningjar á skipum frá Barbaríinu komu til Íslands, réðust á land, handtóku og seldu hundruð íslendinga í þrældóm í Norður Afríku.
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson er komin í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:35 í Sjónvarpi Símans.
Sagafilm og þýska framleiðslufyrirtækið Splendid Films hyggjast gera kvikmynd eftir spennusögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölin, sem kom út 1999. Marteinn Þórisson skrifar handrit og Ralph Christians er meðal framleiðenda. Leikstjóri er ekki nefndur. Variety skýrir frá.
Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Tíðindin af kaupum Beta Nordic Studios (Beta Film) á fjórðungshlut í Sagafilm hafa vakið athygli alþjóðlegra kvikmyndafagmiðla. Nordic Film and TV News ræddi við Kjartan Þór Þórðarson forstjóra Sagafilm Nordic um málið.
Beta Film, eitt stærsta sölu- og dreifingarfyrirtæki Þýskalands, hefur keypt 25% hlut í Sagafilm, sem um leið verður hluti af Beta Nordic Studios, samstæðu framleiðslufyrirtækja á Norðurlöndum.
Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust.
Þáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, verður heimsfrumsýnd á Series Mania hátíðinni sem fram fer í Lille í Frakklandi 20.-28. mars. Hátíðin er tileinkuð sjónvarpsþáttaröðum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.
Glæpaserían Systrabönd er nú í vinnslu hjá Sagafilm og verður verkefnið kynnt á Gautaborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Silja Hauksdóttir mun leikstýra þáttunum sem verða sex, Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handrit. Þættirnir verða sýndir 2021.
Thin Ice (Ísalög) er átta þátta umhverfispólitísk, spennudrama þáttaröð sem hefur verið í þróun og framleiðslu í um sex ár á vegum sænska framleiðslufyrirtækisins Yellow Bird og hins íslenska Sagafilm. Sýningar hefjast í Svíþjóð í febrúarbyrjun en á RÚV 16. febrúar.
Þáttaröðin Signals úr smiðju Óskars Jónassonar var valið áhugaverðasta "pitchið" á London Drama Summit sem fagritið C21 stendur fyrir. Sagafilm framleiðir en stefnan er að hefja tökur á seinni hluta næsta árs.
Sky Studios og Sagafilm hafa gert með sér þróunar- og dreifingarsamning. Samningurinn felur í sér að Sky Studios komi að verkefnum Sagafilm á þróunarstigi og mun NBCUniversal Global Distribution í kjölfarið dreifa efninu á heimsvísu.
Sagafilm hefur tryggt sér rétt til að þróa leikna sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni Hilmu eftir Óskar Guðmundsson. Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti & Veröld og Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm undirrituðu fyrir helgi samning þess efnis.
Tökur hefjast í næstu viku á þáttaröðinni 20/20 sem framleidd er af Sagafilm og sænska framleiðslufyrirtækinu Yellow Bird. Gerðir verða tíu þættir og standa tökur fram á vor hér á landi. Jóhann Ævar Grímsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson skrifa handrit þáttanna sem er lýst sem einskonar "eco-þriller".
Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.
Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Ráðherranum, sem verður tekin upp á næsta ári. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands, hvers ákvarðanir verða verða sífellt óvenjulegri eftir að hann tekur við embætti. Sagafilm framleiðir þættina sem hafa verið í þróun í nokkur ár.
Tökur eru hafnar á endurgerð af Næturvaktinni í Þýskalandi. Þættirnir bera nafnið Tanken - mehr als super sem verða sýndir á ZDFneo síðar á árinu. Letterbox Filmproduktion dótturfélag Studio Hamburg framleiðir þættina.
Sagafilm og bandaríska framleiðslufyrirtækið Garnet Girl munu framleiða saman kvikmyndina Afterlands í leikstjórn Páls Grímssonar. Tökur munu fara fram á Íslandi síðar á árinu.
Variety ræðir við Kjartan Þór Þórðarson, forstjóra Sagafilm Nordic, um þáttaröðina Ráðherrann sem nú er í vinnslu. Þáttunum er lýst sem tragíkómedíu um pólitíkus með geðhvarfasýki sem verður forsætisráðherra.
Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.
Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.
Deadline fjallar um áhugaverðar alþjóðlegar þáttaraðir sem birtast munu á árinu og vert er að hafa auga á. Flateyjargáta, sem Sagafilm framleiðir, er ein þeirra.
Sagafilm hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar umræðu um áreitni, ofbeldi og mismunun í kvikmyndagerð og sviðslistum. Þar kemur meðal annars fram að fyrirtækið hafi sett sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu sem nái til allra starfsmanna þess sem og verktaka.
Sky Vision, dreifingararmur Sky, mun taka að sér sölu á þáttaröðinni Flateyjargátu á alþjóðavísu. Sagafilm og Reykjavík Films framleiða þættina fyrir RÚV og hinar norrænu sjónvarpsstöðvarnar. Björn B. Björnsson leikstýrir og Margrét Örnólfsdóttir skrifar handrit, sem byggt er á samnefndri skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar.
Allir sex þættir þáttaraðarinnar Stella Blómkvist fara í loftið í dag hjá Sjónvarpi Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á með íslenska þáttaröð.
Bandaríska sjónvarpsstöðin UPTV hefur keypt streymisréttinn af Kattarshians, sem er útsending í rauntíma frá lífi og leikjum nokkurra kettlinga. Kattarshians-streymið er opið inni á www.kattarshians.tv. Sagafilm framleiðir efnið.
Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.
MIPCOM markaðurinn fer fram í Cannes í Frakklandi þessa vikuna, en þar koma saman helstu fyrirtæki á heimsvísu til að selja, sýna og kaupa nýtt sjónvarpsefni af öllum toga. Sagafilm tekur nú þátt í markaðinum í tuttugasta sinn og kynnir þar fjölda verkefna.