Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Tíðindin af kaupum Beta Nordic Studios (Beta Film) á fjórðungshlut í Sagafilm hafa vakið athygli alþjóðlegra kvikmyndafagmiðla. Nordic Film and TV News ræddi við Kjartan Þór Þórðarson forstjóra Sagafilm Nordic um málið.
Beta Film, eitt stærsta sölu- og dreifingarfyrirtæki Þýskalands, hefur keypt 25% hlut í Sagafilm, sem um leið verður hluti af Beta Nordic Studios, samstæðu framleiðslufyrirtækja á Norðurlöndum.
Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust.
Þáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, verður heimsfrumsýnd á Series Mania hátíðinni sem fram fer í Lille í Frakklandi 20.-28. mars. Hátíðin er tileinkuð sjónvarpsþáttaröðum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.
Glæpaserían Systrabönd er nú í vinnslu hjá Sagafilm og verður verkefnið kynnt á Gautaborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Silja Hauksdóttir mun leikstýra þáttunum sem verða sex, Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handrit. Þættirnir verða sýndir 2021.
Thin Ice (Ísalög) er átta þátta umhverfispólitísk, spennudrama þáttaröð sem hefur verið í þróun og framleiðslu í um sex ár á vegum sænska framleiðslufyrirtækisins Yellow Bird og hins íslenska Sagafilm. Sýningar hefjast í Svíþjóð í febrúarbyrjun en á RÚV 16. febrúar.
Þáttaröðin Signals úr smiðju Óskars Jónassonar var valið áhugaverðasta "pitchið" á London Drama Summit sem fagritið C21 stendur fyrir. Sagafilm framleiðir en stefnan er að hefja tökur á seinni hluta næsta árs.
Sky Studios og Sagafilm hafa gert með sér þróunar- og dreifingarsamning. Samningurinn felur í sér að Sky Studios komi að verkefnum Sagafilm á þróunarstigi og mun NBCUniversal Global Distribution í kjölfarið dreifa efninu á heimsvísu.
Sagafilm hefur tryggt sér rétt til að þróa leikna sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni Hilmu eftir Óskar Guðmundsson. Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti & Veröld og Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm undirrituðu fyrir helgi samning þess efnis.