Þessa dagana standa tökur yfir á spennumyndinni Napóleonsskjölin, sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir handriti Marteins Þórissonar.
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson hlaut í gærkvöld verðlaun Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna (European Children's Film Association) sem veitt eru í tengslum við Berlinale kvikmyndahátíðina sem nú stendur yfir.
Kvikmyndaframleiðendur segja að tilkoma streymisveita hafi gjörbylt fjármögnunarmöguleikum í kvikmyndaframleiðslu. Á árinu 2020 var mikill hagnaður í íslenskri kvikmyndagerð. Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu.
Sagafilm hefur endurnýjað þróunar- og dreifingarsamninga við Sky Studios í kjölfar velgengni þáttaraðarinnar Systrabönd. Samningurinn var fyrst gerður 2019.
Sagafilm og LittleBig Productions hafa stofnað til samstarfs um þróun og framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber vinnuheitið Salé. Þáttaröðin byggir á Tyrkjaráninu, sem átti sér stað árið 1627 þegar sjóræningjar á skipum frá Barbaríinu komu til Íslands, réðust á land, handtóku og seldu hundruð íslendinga í þrældóm í Norður Afríku.
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson er komin í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:35 í Sjónvarpi Símans.
Sagafilm og þýska framleiðslufyrirtækið Splendid Films hyggjast gera kvikmynd eftir spennusögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölin, sem kom út 1999. Marteinn Þórisson skrifar handrit og Ralph Christians er meðal framleiðenda. Leikstjóri er ekki nefndur. Variety skýrir frá.
Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Tíðindin af kaupum Beta Nordic Studios (Beta Film) á fjórðungshlut í Sagafilm hafa vakið athygli alþjóðlegra kvikmyndafagmiðla. Nordic Film and TV News ræddi við Kjartan Þór Þórðarson forstjóra Sagafilm Nordic um málið.
Beta Film, eitt stærsta sölu- og dreifingarfyrirtæki Þýskalands, hefur keypt 25% hlut í Sagafilm, sem um leið verður hluti af Beta Nordic Studios, samstæðu framleiðslufyrirtækja á Norðurlöndum.