spot_img

Deilt um heimildamyndina BARÁTTAN UM ÍSLAND

Heimildamyndin Baráttan um Ísland sem sýnd var í tveimur hlutum á RÚV síðastliðið sunnudags- og mánudagskvöld, hefur vakið nokkrar deilur.

Meðal annars hafa Þórður Snær Júlíusson blaðamaður, sem titlaður er ráðgjafi myndarinnar og Bosse Lindquist blaðamaður, sem titlaður er einn þriggja leikstjóra, beðið um að nöfn sín verði fjarlægð úr myndinni.

Lestin á Rás 1 tók málið fyrir í þætti sínum miðvikudaginn 11. október. Segir í kynningu:

Baráttan um sögu hrunsins hefur staðið yfir í fimmtán ár og heldur áfram. Á sunnudags og mánudagskvöld var frumsýnd ný heimildamynd um íslenska bankahrunið á RÚV, Baráttan um Ísland. Myndin er framleidd af Sagafilm fyrir erlendan markað – Good banks, bad banks nefnist hún á ensku. Og þeir sem eru skráðir sem leikstjórar eru sænski verðlaunablaðamaðurinn Bosse Lindquist, Margrét Jónasdóttir og Jakob Halldórsson. Eins og flest allt sem tengist hruninu þá hefur myndin vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá birtist grein á sósíalíska fréttamiðlinum Samstöðin.is þar sem því er haldið fram að einn þriggja leikstjóra myndarinnar. Bosse lindqvist og fleiri sem skráðir eru fyrir myndinni, svo sem Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður á Heimildinni, sem er titlaður ráðgjafi við gerð myndarinnar, séu ósáttir við að nöfn þeirra séu í kreditlista myndarinnar. Við ræðum við Bosse, Þórð Snæ og Margréti Jónasdóttur leikstjóra myndarinnar.

Hlusta á Lestina hér.

Í Lestinni kemur fram að myndin hafi verið fjarlægð úr spilara RÚV vegna þess að verið er að fjarlægja nokkur kredit að beiðni viðkomandi. Myndin verður sett aftur í spilarann innan skamms. UPPFÆRT 12.okt.: Myndin er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR