Daglegt færslusafn: Oct 15, 2015

Stuttmyndin „Sub Rosa“ verðlaunuð í San Diego

Stuttmynd Þóru Hilmarsdóttur, Sub Rosa, var valin besta stuttmyndin á San Diego Film Festival sem lauk 4. október s.l. Myndin verður sýnd á Northern Wave hátíðinni sem fram fer á Grundarfirði um helgina.

„Grace of God“ valin á CPH:DOX

Heimildamyndin Grace of God eftir Kristján Loðmfjörð hefur verið valin til þátttöku á CPH:DOX sem fram fer dagana 5.-15. nóvember. Myndin keppir í flokknum NORDIC:DOX ásamt 12 öðrum myndum.