Fimm stærstu opnunarhelgar íslenskra bíómynda 1995-2021

Eftirfarandi listi sýnir fimm stærstu opnunarhelgar íslenskra bíómynda frá 1995 (þegar formlegar mælingar SMÁÍS (nú FRÍSK) hófust) til og með 29. október 2021.

Röð listans er eftir núvirtum tekjum á opnunarhelgi.

Hugtakið „opnunarhelgi“ samkvæmt skilgeiningu FRÍSK (einnig alþjóðlegt viðmið) er þrír dagar, föstudagur til sunnudags.

Listinn verður uppfærður reglulega.

Tölurnar í dálkinum „Tekjur opnunarhelgi“ eru frá FRÍSK (Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum), sem og aðsóknartölur á opnunarhelgi, sem er bætt við til upplýsingar.

Klapptré hefur núvirt tekjutölur (sjá reiknivél hér) og miðast röðin við þær.

HEITI MYNDAR FRUMSÝND TEKJUR OPNUNAR-HELGI NÚVIRTAR TEKJUR OPNUNARHELGI AÐSÓKN OPNUNAR-HELGI
Mýrin 20.10.2006 15.807.800 kr. 30.181.754 kr. 13.956
Bjarnfreðarson * 25.12.2009 12.984.400 kr. 18.438.114 kr. 11.004
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum 31.10.2014 13.434.312 kr. 16.132.506 kr. 11.425
Leynilögga 20.10.2021 15.941.412 kr. 15.941.412 kr. 8.503
Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 10.9.2010 11.056.820 kr. 15.495.720 kr. 10.375
* Tveggja daga helgi | Aðrar: þriggja daga helgi.