Kvikmyndavefurinn Taste of Cinema hefur sett saman lista yfir 15 bestu performansa leikara af eldri kynslóð sem finna má í kvikmyndum gegnum tíðina. Sigurð Sigurjónsson má finna á listanum fyrir leik sinn í Hrútum, en aðrir stórleikarar á listanum eru meðal annars Tommy Lee Jones, Michael Caine, Jack Nicholson, Charlotte Rampling, Katherine Hepburn og Henry Fonda.
Baltasar Kormákur ræðir við Hollywood Reporter um hversvegna hann hafnaði stórmyndum og kom þess í stað heim til að gera mynd, hvernig uppeldi unglingsdætra hefur gert hann gráhærðan, mögulega endurgerð Ófærðar í Bandaríkjunum, fyrirhugaða víkingamynd sína og ýmislegt fleira.
Kvikmyndin The Wind Blew On eftir Katrínu Ólafsdóttur, sem nú er í vinnslu, hlaut Eurimages Lab Project verðlaunin sem veitt voru á kvikmyndahátíðinni á Haugasundi á dögunum.
Eiðurinn eftir Baltasar Kormák verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni á morgun laugardag. Myndin mætir miklum áhuga kaupenda og dreifingaraðila en hún hefur þegar selst til yfir 50 landa.