Daglegt færslusafn: Sep 27, 2020

Lilja Ósk Snorradóttir nýr formaður SÍK

Aðalfundur SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, fór fram (rafrænt) á dögunum. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus var kjörin formaður samtakanna og tekur við af Kristni Þórðarsyni sem situr áfram í stjórn.