Stuttmynd Ólafar Birnu Torfadóttur, Síðasta sumar, var verðlaunuð á Los Angeles Independent Film Festival sem fram fór í ágúst. Myndin hlaut verðlaun í flokknum Best Comedy/Drademy, Foreign.
Alls verða átján íslenskar stuttmyndir sýndar á RIFF í ár. Meðal viðfangsefna þeirra eru vinátta, foreldrahlutverkið, líf án tækni, íslenskir sjóbrettakappar og réttir.
Stikla íslensk-amerísku hrollvekjunnar Child Eater eftir Erling Óttar Thoroddsen er komin út og má sjá hér. Myndin verður Evrópufrumsýnd í Bíó Paradís þann 28. október næstkomandi, eða helgina fyrir hrekkjavöku.