Stuttmyndin „Síðasta sumar“ verðlaunuð í Los Angeles

Rammi úr Síðasta sumar, Ólöf Birna Torfadóttir til hægri.
Rammi úr Síðasta sumar, Ólöf Birna Torfadóttir til hægri.

Stuttmynd Ólafar Birnu Torfadóttur, Síðasta sumar, var verðlaunuð á Los Angeles Independent Film Festival sem fram fór í ágúst. Myndin hlaut verðlaun í flokknum Best Comedy/Drademy, Foreign.

Myndin er útskriftarverkefni Ólafar úr Kvikmyndaskóla Íslands, en hún lauk námi af handrits- og leikstjórnarbraut síðastliðið vor.

Í kynningu um myndina segir:

Sandra er aftur flutt heim til foreldra sinna en hún hefur fengið vinnu í kjötvinnslufyrirtæki þar í sveit. Yfirmaðurinn er ekki sá skemmtilegasti, verkstýran með nokkrar lausar skrúfur og starfsfólkið almennt hið furðulegasta. Hinsvegar á Sandra við stærra vandamál að stríða heima fyrir; foreldrarnir fastir í lollypop landi, allir með augun lokuð og vandamál í sjónvarpsherberginu.

Á vef Kvikmyndaskólans er nánar fjallað um þetta.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR