Sigurgeir Arinbjarnarson og samstarfsfólk hans hjá myndbrellufyrirtækinu Kontrast hefur opinberað brellustiklu (VFX Breakdown) kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum og má skoða hana hér. 282 brelluskot voru unnin fyrir myndina.
Sigurgeir Arinbjarnarson og samstarfsfólk hans hjá myndbrellufyrirtækinu Kontrast hefur opinberað brellustiklu (VFX Breakdown) þáttaraðarinnar Stellu Blómkvist og má skoða hana hér. Næstum 400 brelluskot voru unnin fyrir þáttaröðina.
American Cinematographer birtir eitt af sínum kunnu viðtölum við tökumenn á vef sínum. Að þessu sinni er rætt við Salvatore Totino tökumann Everest um verkefnið og einnig spjallað við Baltasar Kormák leikstjóra myndarinnar.
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ mun opna nýja þjónustu á næstu dögum, OZ Creators World, sem gengur útá að hver sem er getur opnað sína eigin vídeórás og rukkað fyrir hana samkvæmt eigin hugmyndum. Þjónustan verður kynnt á sérstökum viðburði í Los Angeles þann 9. apríl næstkomandi að viðstöddum íslenskum listamönnum á borð við GusGus, Retro Stefson og Samaris.
Pegasus hefur birt á Vimeo síðu sinni stutta yfirferð yfir myndbrellur og litgreiningu í sjónvarpsþáttunum Hraunið. Jón Már Gunnarsson hjá Pegasus annaðist myndbrellur og Eggert Baldvinsson hjá RGB sá um litgreiningu.
Nýherji stendur fyrir Canon sýningu og ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Þar munu íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn og ljósmyndarar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið, auk þess sem kynntur verður nýjasti búnaðurinn frá Canon.
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kúla Inventions hefur kynnt til sögunnar þrívíddarbúnað til að nota með flestum tegundum myndavéla. Kúla stendur fyrir söfnun á Kickstarter til að fjármagna verkefnið og er búnaðurinn væntanlegur á markað á fyrri hluta næsta árs.
Nýja umboðið kynnir nýja myndstjórnarkerfið frá Tricaster, Tricaster 8000, á sérstakri kynningu sem fram fer í Súdíó Sýrlandi Vatnagörðum 4 dagana 27. og 28. ágúst næstkomandi.
Á vefnum Spyr.is er að finna fróðlegt viðtal við Gunnar Ásgeirsson sýningarstjóra Bíó Paradísar, þar sem hann fer yfir starf sýningarstjórans og þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfinu á undanförnum árum með tilkomu stafrænna sýningartækja.
Björn Sigurðsson forstjóri Senu fer yfir stöðuna í bíósýningabransanum í viðtali við Morgunblaðið og ræðir m.a. aðsóknarsveiflur, tækninýjungar, viðburðasýningar og niðurhalsmál.
Daði Einarsson og Gísli Þórólfsson hjá RVX unnu myndbrellurnar fyrir Málmhaus Ragnars Bragasonar og hér má skoða myndbút þar sem farið er í gegnum þær.
Jörundur Rafn Arnarson hjá myndbrellufyrirtækinu Reykjavík IO hefur sent frá sér stutta mynd þar sem farið er í gegnum gerð myndbrellna fyrir Hross í oss Benedikts Erlingssonar. Alls voru 112 myndbrellur í myndinni, en sjón er sögu ríkari.