spot_img

Björn Sigurðsson: Tæknin skapar nýja möguleika

Björn Sigurðsson forstjóri Senu fer yfir stöðuna í bíósýningabransanum í viðtali við Morgunblaðið og ræðir m.a. aðsóknarsveiflur, tækninýjungar, viðburðasýningar og niðurhalsmál.

Hann segir meðal annars:

„Undanfarin tíu ár hefur aðsóknin að kvikmyndahúsum verið nokkuð jöfn, eða á bilinu 1,4 til 1,5 milljón seldir miðar á ári,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. „Aðsóknin sveiflast aðeins um nokkur prósent til eða frá milli ára og ræðst það aðallega af því hvernig framboðið er af íslenskum kvikmyndum. Þannig sáum við aðsóknina dragast ögn saman á milli áranna 2012 og 2013 en þá verður að muna að 2012 var mjög gott ár í íslenskri kvikmyndagerð með myndum á borð við Djúpið og Svartur á leik.“

Sena á og rekur Smárabíó, Borgarbíó á Akureyri og Háskólabíó og dreifir m.a. myndum frá 20th Century Fox, Sony Pictures, The Weinstein Company og Nordisk Film ofl.

Sjá nánar hér: Tæknin skapar nýja möguleika – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR