spot_img
HeimEfnisorðNiðurhal

niðurhal

365 vaktar og kærir deilendur íslensks efnis

365 miðlar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að sérhæfð fyrirtæki muni héðan í frá fylgjast grannt með IP tölum þeirra sem hlaða íslensku sjónvarpsefni inn á ólöglegar síður og dreifiveitur. Jafnframt segir að 365 hafi lagt fram kærur á hendur aðilum sem gerst hafa sekir um að dreifa ólöglega höfundaréttarvörðu efni.

Viðhorf | Meint frelsi og frítt stöff

Hilmar Sigurðsson formaður SÍK ræðir höfundarréttarmál og niðurhal. Hilmar segir meðal annars: "Frelsið á að vera höfunda um hverjir og hvernig þeir nota og neyta efnisins. Það er hið raunverulega frelsi."

Þúsundir niðurhalenda með hreinan skjöld

Hreinn Skjöldur, nýjasti þáttur grínistanna á bakvið Steindann okkar, var frumsýndur á Stöð 2 í lok nóvember. Þættirnir eru á meðal vinsælustu þátta stöðvarinnar en þúsundir hafa einnig sótt þættina á vefnum deildu.net.

Viðhorf | Um frjálst Alnet – og vanhugsuð inngrip yfirvalda og dómstóla í frelsi þess

"Tímarnir eru breyttir. Við þurfum nýjar reglur um möguleika höfunda um að hafa tekjur af verkum sínum; lög hugsuð út frá veruleika samtímans," segir Þráinn Bertelsson í pistli þar sem hann leggur útaf dómsúrskurði um að leggja beri lögbann á aðgengi að skráaskiptasíðum.

Lokað fyrir Deildu.net og Pirate Bay

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úrskurðaði í dag að leggja beri lög­bann við þeirri at­höfn fjarskiptafyrirtækjanna Voda­fo­ne og Hringdu að veita viðskipta­mönn­um sín­um aðgang að Deildu.net og Pira­te Bay, en þar er deilt höf­undarréttar­vörðu efni.

Zentropa kærir dönsk símafyrirtæki vegna niðurhals

Hinn skeleggi framleiðandi Peter Aalbæk Jensen hjá Zentropa framleiðslufyrirtækinu í Danmörku, hefur lagt fram kæru á hendur dönskum símafélögum vegna aðkomu þeirra að niðurhali kvikmynda.

Menning í pulsupökkum

Símon Birgisson leggur útaf umræðu um aðgengi almennings að löglega fengnu menningarefni á Eyjunni og segir meðal annars: "Því miður eru það höfundarréttarmál sem eru að drepa listir en ekki niðurhal almennings á menningarverðmætum. Aukið niðurhal síðustu ár er einfaldlega dæmi um gríðarlegan áhuga fólks á menningu og að hefðbundnir fjölmiðlar og efnisveitur hafa ekki náð tökum á nýrri tækni."

Laddi rændur tekjum af skráaskiptasíðu

Einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, Þórhallur Sigurðsson eða Laddi, segir farir sínar ekki sléttar. Hann greinir frá því á Fésbókarsíðu sinni nú í dag að sýningunni sem nýverið kom út á DVD, Laddi lengir lífið, sé nú deilt á íslenskri skráskiptasíðu.

Frítt efni?

VIÐHORF | Íslenski fjarskiptageirinn veltir um 50 milljörðum árlega en viðskipta­módel hans byggist á því að hann selur inn á frítt efni sem neytendur sækjast eftir, segir Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda og bendir á að við verðum að fara að átta okkur á því að innihaldið er raunverulega virðið, ekki umbúðirnar eða flutningsleiðirnar.

Illugi Gunnarsson: „Það má ekki gleyma því að listin er fyrst og fremst listarinnar sjálfrar vegna“

Í ítarlegu viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um margvísleg málefni kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Hér birtist fyrri hluti viðtalsins þar sem rætt er um sóknaráætlun fyrir skapandi greinar, uppbyggingu kvikmyndasjóðs eftir niðurskurð, kvikmyndamenntun og niðurhalsmál. Í seinni hluta viðtalsins sem lesa má hér er rætt um málefni Ríkisútvarpsins.

Björn Sigurðsson: Tæknin skapar nýja möguleika

Björn Sigurðsson forstjóri Senu fer yfir stöðuna í bíósýningabransanum í viðtali við Morgunblaðið og ræðir m.a. aðsóknarsveiflur, tækninýjungar, viðburðasýningar og niðurhalsmál.

Ertu bíófíkill, bíósælkeri, smellajaplari eða bara áhugalaus um bíó?

Skýrsla unnin á vegum Creative Europe greinir hegðun og áherslur kvikmyndahúsagesta í Evrópu og freistar þess að draga upp mynd af framtíðinni. Skýrslan veltir því einnig upp hvernig hægt sé að hjálpa evrópskum kvikmyndum að ferðast utan heimalanda sinna.

Hver græðir á niðurhali?

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans fjallar um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í neyslu tónlistar og myndefnis og bendir réttilega á að þeir sem mest hagnast á niðurhali eru fjarskiptafyrirtækin.

13 hættulegar en alltumlykjandi ranghugmyndir um stafrænu byltinguna

Paul Resnikoff hjá tónlistarvefritinu Digital Music News fjallar um tónlistariðnaðinn og þær ranghugmyndir um tekjumöguleika sem hann segir vaða uppi. Auðvelt er að yfirfæra meginatriði hugleiðinga hans yfir á kvikmyndabransann.

SMÁÍS og fleiri stefna fjarskiptafyrirtækjum, þar á meðal eigin meðlim

SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, hafa stefnt fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíðurnar The Pirate Bay og Deildu.net. 365 miðlar, einn meðlima SMÁÍS, meðal stefndra.

Ólöglegt niðurhal minnkar vestanhafs en eykst í Evrópu

Umferð um amerískar torrent-síður hefur dalað að undanförnu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gefur til kynna að sjóræningjamenningin á netinu sé að víkja fyrir vaxandi vinsældum streymisíðna eins og Netflix og YouTube. Á sama tíma fer ólöglegt niðurhal hinsvegar vaxandi í Evrópu.

Gríðarlegt niðurhal á Íslandi

Skýrsla Capacent frá 2011 sýnir að afar hátt hlutfall þess myndefnis sem Íslendingar neyta árlega er fengið gegnum niðurhal án greiðslu.

Eru skapandi greinar réttlausar?

Höfundaréttarmál í brennidepli: Ari Edwald forstjóri 365 bendir á að að Netflix sé dæmi um þjónustu sem ekki sé boðin löglega hér á landi og að íslensk stjórnvöld hafi sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni.

Baltasar: Látið íslenskt efni í friði!

Baltasar Kormákur ræðir við Kastljós um niðurhal á höfundarréttarvörðu efni og hversvegna það bitnar á íslenskri kvikmyndagerð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR